Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2025 09:04 Darri Aronsson er óviss um hvað tekur við en er viss um að meiðslin séu loks að baki. Vísir/Bjarni Darri Aronsson vonast til að komast aftur á handboltavöllinn í haust eftir þrjú ár í atvinnumennsku þar sem hann spilaði ekki neitt. Ítrekuð læknamistök héldu honum utan vallar allan hans tíma í Frakklandi. Samningur Darra við lið Ivry í París rann út í sumar en hann gekk í raðir liðsins haustið 2022. Hann kom þá meiddur út til liðsins, álagsbrot í rist gerði vart við sig. En þegar samningur hans þar ytra rann út nú í vor hafði hann ekki enn spilað fyrir franska félagið, vegna ítrekaðra meiðsla sem hafa elt hann á röndum síðan. „Þetta voru svo sannarlega skrautleg ár. Ég þurfti að vera mikið í endurhæfingu vegna meiðsla. Þetta var tími sem tók á,“ „Læknarnir úti vildu ekki hlusta á leiðbeiningarnar hérna heima. Brynjólfur, læknir í Orkuhúsinu, vildi láta negla mig. En þeim fannst það ekki. Þannig að ég sinni endurhæfingunni eins og þetta sé venjulegt brot og kem svo til baka. En í upphitun á fyrstu æfingu til baka brotna ég á sömu rist,“ segir Darri. Álagsbrot í rist plagaði Darra þegar hann kom út og sama rist brotnaði á fyrstu æfingu eftir að hann hafði jafnað sig.Úr einkasafni Loks þegar Darri hafði jafnað sig af ristarmeiðslunum kom hins vegar næsta áfall, þegar hann meiddist illa á hné. „Það er fyrir tveimur árum síðan sem það gerist. Og þau meiðsli eiga vanalega að taka eitt ár eða slíkt. En vegna þess að ég er sendur í endurhæfingarmiðstöð í Suður-Frakklandi. Þá hafði allt gengið vel í endurhæfingunni en þar er ég bara yfirþjálfaður sem gerir að verkum að ég þurfti að fara í tvær auka aðgerðir,“ segir Darri. Þegar ristarmeiðsli tvö voru að baki fór hnéð.Úr einkasafni Eru þetta þá ítrekuð læknamistök þarna úti? „Það má segja það. Það var farið full geyst í þetta,“ segir Darri. Tíminn í Frakklandi var ekki alslæmur þrátt fyrir allt. Darri og kærasta hans eignuðust son þar ytra.Úr einkasafni Meiðslin ítrekuðu hafi vissulega tekið á. Hann lítur þó ekki illa aftur á tíma sinn í frönsku höfuðborginni. „Þetta var virkilega krefjandi. En samt góður tími líka. Þetta hefur alveg mótað mann, eins og aðrir hlutir sem maður hefur gengið í gegnum. Að búa í París er auðvitað einstök upplifun og svo eignaðist ég lítinn strák sem kannski gefur manni ekki tíma til að vorkenna sjálfum sér,“ segir Darri léttur. Darri er kominn aftur út á handboltavöll og farinn að æfa með uppeldisfélagi sínu Haukum. Hann vonast til að snúa aftur á völlinn í haust en óvíst er hvar. Samkvæmt handkastid.is spilar Darri með Haukum hér heima í vetur en hann vildi ekki staðfesta næstu skref við íþróttadeild. Viðtalið má sjá í spilaranum. Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Sjá meira
Samningur Darra við lið Ivry í París rann út í sumar en hann gekk í raðir liðsins haustið 2022. Hann kom þá meiddur út til liðsins, álagsbrot í rist gerði vart við sig. En þegar samningur hans þar ytra rann út nú í vor hafði hann ekki enn spilað fyrir franska félagið, vegna ítrekaðra meiðsla sem hafa elt hann á röndum síðan. „Þetta voru svo sannarlega skrautleg ár. Ég þurfti að vera mikið í endurhæfingu vegna meiðsla. Þetta var tími sem tók á,“ „Læknarnir úti vildu ekki hlusta á leiðbeiningarnar hérna heima. Brynjólfur, læknir í Orkuhúsinu, vildi láta negla mig. En þeim fannst það ekki. Þannig að ég sinni endurhæfingunni eins og þetta sé venjulegt brot og kem svo til baka. En í upphitun á fyrstu æfingu til baka brotna ég á sömu rist,“ segir Darri. Álagsbrot í rist plagaði Darra þegar hann kom út og sama rist brotnaði á fyrstu æfingu eftir að hann hafði jafnað sig.Úr einkasafni Loks þegar Darri hafði jafnað sig af ristarmeiðslunum kom hins vegar næsta áfall, þegar hann meiddist illa á hné. „Það er fyrir tveimur árum síðan sem það gerist. Og þau meiðsli eiga vanalega að taka eitt ár eða slíkt. En vegna þess að ég er sendur í endurhæfingarmiðstöð í Suður-Frakklandi. Þá hafði allt gengið vel í endurhæfingunni en þar er ég bara yfirþjálfaður sem gerir að verkum að ég þurfti að fara í tvær auka aðgerðir,“ segir Darri. Þegar ristarmeiðsli tvö voru að baki fór hnéð.Úr einkasafni Eru þetta þá ítrekuð læknamistök þarna úti? „Það má segja það. Það var farið full geyst í þetta,“ segir Darri. Tíminn í Frakklandi var ekki alslæmur þrátt fyrir allt. Darri og kærasta hans eignuðust son þar ytra.Úr einkasafni Meiðslin ítrekuðu hafi vissulega tekið á. Hann lítur þó ekki illa aftur á tíma sinn í frönsku höfuðborginni. „Þetta var virkilega krefjandi. En samt góður tími líka. Þetta hefur alveg mótað mann, eins og aðrir hlutir sem maður hefur gengið í gegnum. Að búa í París er auðvitað einstök upplifun og svo eignaðist ég lítinn strák sem kannski gefur manni ekki tíma til að vorkenna sjálfum sér,“ segir Darri léttur. Darri er kominn aftur út á handboltavöll og farinn að æfa með uppeldisfélagi sínu Haukum. Hann vonast til að snúa aftur á völlinn í haust en óvíst er hvar. Samkvæmt handkastid.is spilar Darri með Haukum hér heima í vetur en hann vildi ekki staðfesta næstu skref við íþróttadeild. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Sjá meira