Fleiri fréttir

Börkur hótaði að fljúga til Portúgals til að semja við Willum

Willum Þór Þórsson segir að Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hafi gengið ansi langt til þess að sannfæra Willum um að taka við Vals-liðinu í lok árs 2004. Börkur á meira segja að hótað að fljúga til Portúgals og skrifa undir samninginn við Willum.

Valdi framlínu Man. Utd fram yfir Mane, Salah og Firmino

Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Wayne Rooney, Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez hafi skapað bestu þriggja manna framlínu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Þrjár nauðsynlegar púpur í boxið

Hver kannast ekki við valkvíðann sem læðist að manni þegar staðið er við veiðistað og fluguboxið er opnað með því úrvali sem þar oftast er til staðar?

Brutust inn til Alli og ógnuðu honum með hníf

Þjófar brutust inn á heimili Dele Alli, leikmanns Tottenham, síðustu nótt. Þeir ógnuðu honum með hníf og kýldu knattspyrnumanninn í andlitið áður en þeir höfðu með sér skartgripi og úr á brott.

Sterkasta golfmót allra tíma hér landi?

Skærustu stjörnur golfíþróttarinnar hér á landi verða á ferðinni í Mosfellsbæ á laugardag og sunnudag þegar ÍSAM-mótið fer fram. Þar gæti verið um að ræða fyrsta mótið sem telur inn á heimslista áhugakylfinga frá því að kórónuveirufaraldurinn setti allt íþróttalífið úr skorðum.

Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár

Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon.

Kanóna til Vals frá KR

Valskonur hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu körfuboltaleiktíð því Hildur Björg Kjartansdóttir hefur skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið.

Lineker spilaði golf með Michael Jordan og Samuel L. Jackson

Það virðast margir eiga góða golfsögu af Michael Jordan og einn af þeim er sjónvarpsmaðurinn og knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker sem rifjaði upp eina slíka eftir að hafa horft á nýjasta þáttinn af „The Last Dance“.

Geir hættur hjá Nordhorn

Geir Sveinsson verður ekki áfram þjálfari Nordhorn-Lingen sem endaði í neðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Ítalir ætla að byrja aftur 13. júní

Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni á að hefjast á ný 13. júní, rúmum þremur mánuðum eftir að keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.

Tilboð og kóði í vefsölu hjá Lax-Á

Það má glitta í tilboð víða á vefsölum hjá veiðileyfasölum landsins þessa dagana og hægt að gera góð kaup í veiðileyfum ansi víða.

Yfir 40 veiðisvæði á vefsölunni

Veiðimenn eru þessa dagana að komast í veiðigírinn enda er einn skemmtilegasti tími ársins framundan en það er sá tími sem silungurinn fer að komast í tökustuð.

„Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“

Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum.

Bleikjan á hálendinu að vakna

Það er mikil lífsgæði fólgin í því að geta ekið í tvo til þrjá tíma inná hálendið á Íslandi og veitt í því ógurlega fallega landslagi sem þar skreytir umhverfið.

„Luke Chadwick 1-0 Steven Gerrard“

Luke Chadwick, sem varð Englandsmeistari með Manchester United árið 2001, sló á létta strengi á Twitter-síðu sinni í gær en hann á fleiri Englandsmeistaratitla en Steven Gerrard.

Leikmönnum sagt að líta undan eftir tæklingar

Ef að keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á að geta hafist að nýju á næstunni þurfa leikmenn að vera tilbúnir að gera ákveðnar breytingar á sínum leik, til að mynda að líta undan eftir tæklingar í stað þess að snúa andlitum saman, til að minnka smithættu.

Þórsarar fá Stojanovic en missa Baldur

Þór Akureyri hefur fengið til sín serbneska framherjann Srdjan Stojanovic sem lék með Fjölni síðustu tvö tímabil. Baldur Örn Jóhannesson er hins vegar farinn frá Þór til Njarðvíkur.

Hluti leikmanna neitar að mæta til æfinga

Hluti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta ætlar sér ekki að mæta til æfinga þegar opnað verður fyrir æfingar í litlum hópum næsta mánudag, eftir æfingabann vegna kórónuveirufaraldursins.

„Heiður að danska sambandið hafi leitað til mín“

„Það er gaman að hafa aftur eitthvað að gera í landsliðspásunum,“ sagði Arnór Atlason léttur í bragði í Sportinu í dag þar sem hann ræddi um sitt nýja starf sem aðalþjálfari U18-landsliðs pilta í handbolta í Danmörku.

Vettel yfirgefur Ferrari eftir tímabilið

Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel fer frá Ferrari eftir þetta tímabil. Liðið hefur ákveðið að setja eggin sín frekar í körfu Charles Leclerc.

Sjá næstu 50 fréttir