Súperstjörnur NBA héldu fund og voru sammála um að klára tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2020 12:30 LeBron James og Chris Paul eru báðir áhrifamiklir meðal leikmanna NBA deildarinnar. Getty/Harry How NBA-deildin er að skoða sína stöðu og framhaldið á tímum kórónuveirunnar. Ef nokkrar af stærstu stjörnum deildarinnar fengu að ráða þá ættu menn að finna leiðir til að klára tímabilið. Chris B. Haynes á Yahooo hefur heimildir fyrir því að nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar hafi hist á fjarfundi og rætt saman. Niðurstaðan frá þeim fundi var að þessar súperstjörnur væru sammála um að klára tímabilið. Leikmennirnir eru LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Stephen Curry. Það gerist ekki mikið stærra en það. Þessir leikmenn hafa nú sameinaast í því að pressa á það að það verði leitað af öllum mögulegum leiðum til að klára tímabilið en þeir eru jafnframt sammála um það að það þurfi að hugsa vel um öll öryggisatriði og fá grænt ljós frá yfirvöldum. Yahoo Sources: NBA superstars LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard and Stephen Curry held private conference call on Monday and established united front in favor of resuming season. https://t.co/FZJfgP6WDu pic.twitter.com/6AZOWe0AXo— Chris Haynes (@ChrisBHaynes) May 12, 2020 Leikmannasamtökin í NBA hafa verið að biðla til leikmanna um að svara óformlegri könnum um það hvort þeir vilji spila eða ekki. Það að þessar súperstjörnur segja já mun örugglega hafa mikil áhrif á skoðun margra þessara leikmanna. Síðasti leikurinn í NBA deildinni fór fram 11. mars síðastliðinn og að öllu eðlilegu ætti úrslitakeppnin að vera komin alla leið í úrslit deildanna. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, ræddi við leikmenn á fjarfundi á föstudaginn og þar gat hann skiljanlega ekki gulltryggt öryggi leikmanna í þeirri borg sem þeir myndu halda sig á meðan keppnin væri kláruð. Hann fullvissaði leikmennina hins vegar um það að NBA myndi leita allra leiða til að búa til eins öruggt umhverfi og hægt væri fyrir leikmenn og starfsmenn. Meirihluti leikmanna er sagður vilja sleppa restinni af deildarkeppninni og einblína frekar á það að klára sextán liða úrslitakeppni hvernig sem hún mun fara fram. Leikmenn sem eiga ekki möguleika á að spila í úrslitakeppninni eru nefnilega ekki mjög spenntir fyrir að þurfa að spila þá leiki sem eru eftir af deildarkeppninni. Peningamálin eru líka hluti af þessu en ef tímabilið verður flautað af þá mun það hafa áhrif á næsta samning milli NBA og leikmannasamtakanna. Minni hagnaður liðanna þýðir minni pening til skiptanna fyrri leikmenn í formi lægra launaþaks. Adam Silver segist ekki þurfa að taka endanlega ákvörðun fyrr en í júní og ætti því að eiga nokkrar vikur upp á að hlaupa til að finna bestu lausnina. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
NBA-deildin er að skoða sína stöðu og framhaldið á tímum kórónuveirunnar. Ef nokkrar af stærstu stjörnum deildarinnar fengu að ráða þá ættu menn að finna leiðir til að klára tímabilið. Chris B. Haynes á Yahooo hefur heimildir fyrir því að nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar hafi hist á fjarfundi og rætt saman. Niðurstaðan frá þeim fundi var að þessar súperstjörnur væru sammála um að klára tímabilið. Leikmennirnir eru LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Stephen Curry. Það gerist ekki mikið stærra en það. Þessir leikmenn hafa nú sameinaast í því að pressa á það að það verði leitað af öllum mögulegum leiðum til að klára tímabilið en þeir eru jafnframt sammála um það að það þurfi að hugsa vel um öll öryggisatriði og fá grænt ljós frá yfirvöldum. Yahoo Sources: NBA superstars LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard and Stephen Curry held private conference call on Monday and established united front in favor of resuming season. https://t.co/FZJfgP6WDu pic.twitter.com/6AZOWe0AXo— Chris Haynes (@ChrisBHaynes) May 12, 2020 Leikmannasamtökin í NBA hafa verið að biðla til leikmanna um að svara óformlegri könnum um það hvort þeir vilji spila eða ekki. Það að þessar súperstjörnur segja já mun örugglega hafa mikil áhrif á skoðun margra þessara leikmanna. Síðasti leikurinn í NBA deildinni fór fram 11. mars síðastliðinn og að öllu eðlilegu ætti úrslitakeppnin að vera komin alla leið í úrslit deildanna. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, ræddi við leikmenn á fjarfundi á föstudaginn og þar gat hann skiljanlega ekki gulltryggt öryggi leikmanna í þeirri borg sem þeir myndu halda sig á meðan keppnin væri kláruð. Hann fullvissaði leikmennina hins vegar um það að NBA myndi leita allra leiða til að búa til eins öruggt umhverfi og hægt væri fyrir leikmenn og starfsmenn. Meirihluti leikmanna er sagður vilja sleppa restinni af deildarkeppninni og einblína frekar á það að klára sextán liða úrslitakeppni hvernig sem hún mun fara fram. Leikmenn sem eiga ekki möguleika á að spila í úrslitakeppninni eru nefnilega ekki mjög spenntir fyrir að þurfa að spila þá leiki sem eru eftir af deildarkeppninni. Peningamálin eru líka hluti af þessu en ef tímabilið verður flautað af þá mun það hafa áhrif á næsta samning milli NBA og leikmannasamtakanna. Minni hagnaður liðanna þýðir minni pening til skiptanna fyrri leikmenn í formi lægra launaþaks. Adam Silver segist ekki þurfa að taka endanlega ákvörðun fyrr en í júní og ætti því að eiga nokkrar vikur upp á að hlaupa til að finna bestu lausnina.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum