Handbolti

Geir hættur hjá Nordhorn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Geir Sveinsson er einn af okkar reynslumestu þjálfurum.
Geir Sveinsson er einn af okkar reynslumestu þjálfurum. vísir/vilhelm

Geir Sveinsson er hættur sem þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Nordhorn-Lingen eftir eitt ár í starfi.

Í frétt á heimasíðu Nordhorn kemur fram að það hafi verið sameiginleg ákvörðun hjá Geir og Nordhorn að leiðir ættu að skilja.

Nordhorn átti erfitt uppdráttar í vetur og var langneðst í þýsku úrvalsdeildinni þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.

Ákveðið var að ekkert lið myndi falla og Nordhorn leikur því áfram í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Við starfi Geirs tekur Daniel Kubes, fyrrverandi leikmaður Nordhorn. Undanfarin sex ár hefur Kubes stýrt Emsdetten samhliða því að þjálfa tékkneska landsliðið með Jan Filip.

Kubes lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel á árunum 2010-12. Hann varð einu sinni þýskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×