Golf

Lineker spilaði golf með Michael Jordan og Samuel L. Jackson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan elskar það að spila golf og vill alltaf leggja eitthvað undir.
Michael Jordan elskar það að spila golf og vill alltaf leggja eitthvað undir. Getty/Isaac Brekken

Gary Lineker sagði frá því á Twitter-reikningi sinum þegar hann spilaði golfhring með Michael Jordan og nokkrum hávöxnum körfuboltamönnum sem hann nafngreindi ekki.

Það fylgdi líka sögunni að með í för var bandaríski leikarinn Samuel L. Jackson.

Michael Jordan var staddur í Englandi og umboðsmaður Gary Lineker fékk beiðni um að fá að spila á Sunningdale golfvellinum. Lineker fékk símtal seint á fimmtudagskvöldi en þeir vildu fá að spila á sunnudeginum.

Lineker var meðlimur í Sunningdale golfklúbbnum og gat reddað rástíma fyrir þá á Sunningdale golfvellinum sem er suðvestur af London. Aðeins meðlimir máttu leiða ráshópa út á sunnudögum.

Hópurinn hafði reyndar stækkað þegar kom að því að spila hringinn en Lineker náði í félaga sinn í Sunningdale golfklúbbnum, kylfinginn Queeny, sem spilaði með þeim og sá til þess að þeir gátu myndað tvo ráshópa.

Það kemur fáum á óvart sem hafa fylgst með „The Last Dance“ þáttunum að auðvitað vildi Michael Jordan leggja eitthvað undir áður en þeir fóru út á völl.

Queeny spurði Jordan hvað hann vildi leggja mikið undir og Jordan svaraði með vindilinn í munnvikinu: „Bara eitthvað sem er óþægilegt fyrir þig,“ rifjaði Gary Linker upp og sagði að með því hafði Jordan í raun þegar tryggt sér sigurinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.