Guðmundur æfði menn í að vakna snemma á Ólympíuleikunum: „Algjör bilun“ Anton Ingi Leifsson skrifar 14. maí 2020 07:30 Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn. vísir/s2s Guðjón Valur Sigurðsson segir að eitt það fyrsta sem hann muni eftir frá Ólympíuleikunum 2008 er sú staðreynd að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi æft liðið í að vakna snemma á morgnanna því sumir leikirnir voru spilaðir árla morguns. Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið þar sem margar skemmtilegar sögur komu upp á borðið og margar þeirra sem hafa ekki heyrst áður. Ein þeirra var af Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem Ísland náði í silfur. „Að fara á Ólympíuleikana var eitthvað sérstakt. Þetta var miklu flottara Ólympíuþorp heldur en í Grikklandi og Kínverjarnir voru alveg með þetta upp á tíu þó svo að það hafi ekki verið mikill fjöldi á leikjunum,“ sagði Guðjón Valur en þetta voru hans aðrir Ólympíuleikar. Hann fór einnig með liðinu til Grikklands árið 2004. „Það er samt svo fyndið. Maður hugsar um ákveðna leiki. Við komumst í úrslit og komum heim með silfur en eitt það fyrsta sem kemur upp er það þegar Gummi ákveður að láta okkur æfa að vakna snemma. Það er náttúrlega algjör bilun.“ „Núna þegar maður hugsar til baka segir maður bara: Gummi, hvað varstu að hugsa? En þá var það náttúrlega hugsun á bak við það. Við kláruðum leik og dagurinn eftir var frí en svo þurfum við að vakna klukkan fimm því við áttum leik klukkan níu held ég.“ Hann segir þó að allir leikmenn liðsins hafi ekki verið mættir á tilsettum tíma í morgunmatinn og Guðjón hafi þurft að ljúga að stjóranum. „Daginn áður þá mátti ekkert sofa til níu eða tíu heldur áttum við að vakna klukkan sjö og færa okkur aðeins fyrr. Það voru ákveðnir menn sem gerðu það ekki. Þjálfarinn kom að mér og spurði mig einu sinni hvar tveir voru og spurði mig hvar þeir voru. Ég sagði að þeir hafi farið fyrr í morgunmat og væru búnir sem er algjör lygi. Maður skammast sín fyrir það núna.“ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um Ólympíuleikana 2008 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson segir að eitt það fyrsta sem hann muni eftir frá Ólympíuleikunum 2008 er sú staðreynd að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi æft liðið í að vakna snemma á morgnanna því sumir leikirnir voru spilaðir árla morguns. Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið þar sem margar skemmtilegar sögur komu upp á borðið og margar þeirra sem hafa ekki heyrst áður. Ein þeirra var af Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem Ísland náði í silfur. „Að fara á Ólympíuleikana var eitthvað sérstakt. Þetta var miklu flottara Ólympíuþorp heldur en í Grikklandi og Kínverjarnir voru alveg með þetta upp á tíu þó svo að það hafi ekki verið mikill fjöldi á leikjunum,“ sagði Guðjón Valur en þetta voru hans aðrir Ólympíuleikar. Hann fór einnig með liðinu til Grikklands árið 2004. „Það er samt svo fyndið. Maður hugsar um ákveðna leiki. Við komumst í úrslit og komum heim með silfur en eitt það fyrsta sem kemur upp er það þegar Gummi ákveður að láta okkur æfa að vakna snemma. Það er náttúrlega algjör bilun.“ „Núna þegar maður hugsar til baka segir maður bara: Gummi, hvað varstu að hugsa? En þá var það náttúrlega hugsun á bak við það. Við kláruðum leik og dagurinn eftir var frí en svo þurfum við að vakna klukkan fimm því við áttum leik klukkan níu held ég.“ Hann segir þó að allir leikmenn liðsins hafi ekki verið mættir á tilsettum tíma í morgunmatinn og Guðjón hafi þurft að ljúga að stjóranum. „Daginn áður þá mátti ekkert sofa til níu eða tíu heldur áttum við að vakna klukkan sjö og færa okkur aðeins fyrr. Það voru ákveðnir menn sem gerðu það ekki. Þjálfarinn kom að mér og spurði mig einu sinni hvar tveir voru og spurði mig hvar þeir voru. Ég sagði að þeir hafi farið fyrr í morgunmat og væru búnir sem er algjör lygi. Maður skammast sín fyrir það núna.“ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um Ólympíuleikana 2008 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Sjá meira