Fótbolti

Ítalir ætla að byrja aftur 13. júní

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cristiano Ronaldo og félagar í Juventus eru einu stigi á undan Lazio á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Cristiano Ronaldo og félagar í Juventus eru einu stigi á undan Lazio á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. getty/Filippo Alfero

Stefnt er að því að hefja keppni í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta á ný 13. júní.

Ekki hefur verið leikið í ítölsku úrvalsdeildinni í rúma tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins.

Kórónaveiran hefur farið illa með Ítalíu. Rúmlega 220 þúsund manns hafa smitast af veirunni þar í landi og hún hefur dregið tæplega 31 þúsund manns til dauða.

Juventus er með eins stigs forskot á Lazio á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðin eiga eftir að spila 12-13 leiki.

Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eru á botni deildarinnar með sextán stig, níu stigum frá öruggu sæti. Andri Fannar Baldursson leikur með Bologna sem er í 10. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×