Handbolti

Stjarnan fær tvo af bestu mönnum Fjölnis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Máni Rúnarsson leikur með Stjörnunni næstu tvö árin.
Arnar Máni Rúnarsson leikur með Stjörnunni næstu tvö árin. vísir/bára

Karlalið Stjörnunnar heldur áfram að styrkja sig fyrir næsta tímabil. Undanfarna daga hafa fjórir leikmenn skrifað undir tveggja ára samninga við félagið.

Arnar Máni Rúnarsson og Goði Ingvar Sveinsson koma úr Fjölni, Brynjar Hólm Grétarsson frá Þór og Sigurður Dan Óskarsson úr FH.

Arnar Máni er tvítugur línumaður. Á síðasta tímabili skoraði hann 42 mörk í átján leikjum í Olís-deild karla og var með 85,7 prósent skotnýtingu.

Goði, sem er miðjumaður, skoraði 59 mörk og gaf 40 stoðsendingar í 20 deildarleikjum í vetur.

Brynjar Hólm er 26 ára skytta og öflugur varnarmaður. Á síðasta tímabili var hann markahæsti leikmaður Þórs í Grill 66 deildinni með 92 mörk í fimmtán leikjum.

Sigurður er tvítugur markvörður sem lék með FH-U í Grill 66 deildinni í vetur. Hann lék einnig einn leik með FH í Olís-deildinni.

Arnar Máni, Goði og Sigurður voru allir í íslenska U-18 ára landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á EM í Króatíu fyrir tveimur árum.

Stjarnan endaði í 8. sæti Olís-deildar karla á síðasta tímabili og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir ÍBV.

Komnir:

  • Arnar Máni Rúnarsson frá Fjölni
  • Goði Ingvar Sveinsson frá Fjölni
  • Brynjar Hólm Grétarsson frá Þór
  • Sigurður Dan Óskarsson frá FH
  • Pétur Árni Hauksson frá HK
  • Dagur Gautason frá KA
  • Hafþór Vignisson frá ÍR

Farnir:

  • Ragnar Snær Njálsson til KA
  • Andri Már Rúnarsson til Fram
  • Hannes Grimm til Gróttu
  • Birgir Steinn Jónsson til Gróttu
  • Gunnar Valdimar Johnsen til ÍR
  • Eyþór Vestmann til ÍR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×