Vettel yfirgefur Ferrari eftir tímabilið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2020 16:00 Sebastian Vettel hefur ekki tekist að verða heimsmeistari með Ferrari. vísir/getty Þýski ökuþórinn Sebastian Vettel yfirgefur herbúðir Ferrari þegar þessu tímabili í Formúlu 1 lýkur. Viðræður milli Vettels og Ferrari báru engan árangur og því var ákveðið að fara í sitt hvora áttina. Scuderia Ferrari Mission Winnow and Sebastian Vettel decide not to extend their contracthttps://t.co/LMvLsJZiP8— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) May 12, 2020 Vettel samdi við Ferrari fyrir tímabilið 2015 og tók sæti Fernandos Alonso hjá ítalska liðinu. Hann ók áður fyrir Red Bull og varð þar heimsmeistari ökuþóra fjögur ár í röð (2010-13). Þjóðverjanum hefur ekki tekist að vinna heimsmeistaratitil með Ferrari og hefur fallið í skuggann á hinum unga Charles Leclerc. Talið er að Ferrari hafi boðið hinum 32 ára Vettel talsvert lægri laun en hann var með og styttri samning en hann vildi fá. Á síðasta tímabili endaði Vettel í 5. sæti í keppni ökuþóra á meðan Leclerc varð fjórði. Ferrari varð í 2. sæti á eftir Mercedes í keppni bílasmiða. "My immediate goal is to finish my long stint with Ferrari, in the hope of sharing some more beautiful moments together, to add to all those we have enjoyed so far" - Sebastian Vettel #F1 pic.twitter.com/d4HFvBOWwD— Formula 1 (@F1) May 12, 2020 Meðal þeirra ökuþóra sem hafa verið orðaðir við stöðu Vettels hjá Ferrari eru Carlos Sainz hjá McLaren og Daniel Ricciardo hjá Renault. Óvíst er hvað tekur við hjá Vettel. Hann hefur m.a. verið orðaður við McLaren og Renault. Ólíklegt þykir að hann fari til Mercedes eða Red Bull. Ekki liggur fyrir hvenær tímabilið 2020 í Formúlu 1 hefst vegna kórónuveirufaraldursins. Formúla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þýski ökuþórinn Sebastian Vettel yfirgefur herbúðir Ferrari þegar þessu tímabili í Formúlu 1 lýkur. Viðræður milli Vettels og Ferrari báru engan árangur og því var ákveðið að fara í sitt hvora áttina. Scuderia Ferrari Mission Winnow and Sebastian Vettel decide not to extend their contracthttps://t.co/LMvLsJZiP8— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) May 12, 2020 Vettel samdi við Ferrari fyrir tímabilið 2015 og tók sæti Fernandos Alonso hjá ítalska liðinu. Hann ók áður fyrir Red Bull og varð þar heimsmeistari ökuþóra fjögur ár í röð (2010-13). Þjóðverjanum hefur ekki tekist að vinna heimsmeistaratitil með Ferrari og hefur fallið í skuggann á hinum unga Charles Leclerc. Talið er að Ferrari hafi boðið hinum 32 ára Vettel talsvert lægri laun en hann var með og styttri samning en hann vildi fá. Á síðasta tímabili endaði Vettel í 5. sæti í keppni ökuþóra á meðan Leclerc varð fjórði. Ferrari varð í 2. sæti á eftir Mercedes í keppni bílasmiða. "My immediate goal is to finish my long stint with Ferrari, in the hope of sharing some more beautiful moments together, to add to all those we have enjoyed so far" - Sebastian Vettel #F1 pic.twitter.com/d4HFvBOWwD— Formula 1 (@F1) May 12, 2020 Meðal þeirra ökuþóra sem hafa verið orðaðir við stöðu Vettels hjá Ferrari eru Carlos Sainz hjá McLaren og Daniel Ricciardo hjá Renault. Óvíst er hvað tekur við hjá Vettel. Hann hefur m.a. verið orðaður við McLaren og Renault. Ólíklegt þykir að hann fari til Mercedes eða Red Bull. Ekki liggur fyrir hvenær tímabilið 2020 í Formúlu 1 hefst vegna kórónuveirufaraldursins.
Formúla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira