Körfubolti

Segir það hræsni af Jordan að hegða sér svona en gagnrýna svo Isiah Thomas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan í leik með Chicago Bulls og finnst hér greinilega að liðsfélagar hans séu ekki alveg með á nótunum.
Michael Jordan í leik með Chicago Bulls og finnst hér greinilega að liðsfélagar hans séu ekki alveg með á nótunum. Vísir/Getty

Í nýjustu þáttunum af „The Last Dance“ þá var fjallað um eineltistilburði Michael Jordan gagnvart liðsfélögum sínum.

Áður í þáttunum hafði verið fjallað um það hversu illa Jordan tók framkomu Isiah Thomas og slæmu strákanna í Detriot Pistons.

Jason Whitlock sér um þáttinn „Speak for Yourself“ á Fox Sports ásamt Marcellus Wiley. Hann tók fyrir hegðun Michael Jordan gagnvart liðsfélögum sínum og segist ekki skilja þá sérmeðferð sem Jordan virðist fá.

Jason Whitlock líkti Michael Jordan meðal annars við körfuboltaþjálfarann Bob Knight sem notaði óttann óspart í sinni þjálfun og hefur síðar fengið á sig mikla gagnrýni fyrir að ganga alltof langt gagnvart sínum leikmönnum.

Isiah Thomas fékk í framhaldi af umfjöllun um sig í „The Last Dance“ mikla gagnrýni fyrir að vera leiðinlegur andstæðingur og fyrir að þakka Jordan og félögum ekki fyrir síðasta leikinn þegar Chicago Bulls náði loksins að klára Detriot Pistons.

Jordan sagði meðal annars að hann væri ekki enn búinn að fyrirgefa honum nú næstum því þrjátíu árum síðar.

Á sama tíma fannst Jason Whitlock Michael Jordan komast upp með harðstjóra hegðun sína og það þykir bara merki um hversu mikill keppnismaður hann er þegar hann hegðar sér illa gagnvart liðsfélögum sínum.

Jordan fékk því mikið lof fyrir að vera leiðinlegur liðsfélagi en Isiah Thomas var „brenndur á báli“ fyrir að vera leiðinlegur andstæðingur.

Jason Whitlock viðurkennir samt jafnframt að hann sé mikill vinur og aðdáandi Isiah Thomas. Það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×