Enski boltinn

Brighton sló út Newcastle

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Will Buckley fagnar sigurmarki Brighton í dag.
Will Buckley fagnar sigurmarki Brighton í dag. Nordic Photos / Getty Images
B-deildarlið Brighton Hove & Albion gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarlið Newcastle út í enska bikarnum í knattspyrnu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Mike Williamson, varnarmanns Newcastle.

Leikurinn sem fram fór í Brighton var nokkuð jafn. Eina mark leiksins kom stundarfjórðungi fyrir leiks. Besti maður vallarins, Will Buckley, átti þá frábæran sprett og sendi boltann í átt að markinu þar sem Williamson varð fyrir því óláni að stýra knettinum framhjá Tim Krul í marki Newcastle.

Leikmenn Newcastle reyndu hvað þeir gátu að jafna metin, vildu meðal annars fá vítaspyrnu undir lokin en lærisveinar Gustavo Poyet stóðust öll áhlaup gestanna. Brighton verður því í pottinum þegar dregið verður í 5. umferð bikarsins á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×