Fótbolti

Lagerbäck stýrir Íslandi gegn Svíþjóð í maí

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í vor.
Lars Lagerbäck var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í vor.
KSÍ hefur tilkynnt að íslenska landsliðið í knattspyrnu muni spila vináttulandsleik gegn Svíum á Råsunda-leikvanginum þann 30. maí næstkomandi.

Í gær var tilkynnt að Ísland og Frakkland muni eigast við nokkrum dögum við en bæði Svíar og Frakkar eru að undirbúa sig fyrir úrslitakeppni EM sem hefst í Póllandi og Úkraínu þann 8. júní.

Lars Lagerbäck hefur því fengið fjóra vináttulandsleiki en Ísland mætir Japan og Svartfjallalandi í næsta mánuði og svo Frakklandi og Svíþjóð í maí. Lagerbäck er vitanlega Svíi og mun því stýra Íslendingum á þjóðarleikvangi Svía sem hann þekkir vel enda var hann þjálfari Svía til margra ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×