Enski boltinn

Ferguson: Við vorum betri og áttum þetta ekki skilið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ferguson á hliðarlínunni í dag.
Ferguson á hliðarlínunni í dag. Noodric Photos / Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchster United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Liverpool á Anfield í dag. Hann sagðist ekki skilja hvernig liðið hefði farið að því að tapa.

Daniel Agger kom heimamönnum yfir um miðjan fyrir hálfleikinn en Ji-Sung Park jafnaði skömmu fyrir hálfleik. Það var svo Hollendingurinn Dirk Kuyt sem tryggði Liverpool sæti í 5. umferð með marki skömmu fyrir leikslok.

„Þetta var slæmt mark því við áttum ekki skilið að fá það á okkur. Ég er ánægður með leikmenn mína, þeir spiluðu mjög vel og við höfðum yfirburði á vellinum. Við verðskulduðum alls ekki að tapa þessum leik," sagði Skotinn við fréttamenn.

Ferguson benti á að lítið þyrfti til að tapa leikjum sem þessum. Lítið mætti útaf bregða og það hefði hans lið upplifað margoft undanfarin ár.

„Við vorum betra liðið í dag en svona er enski bikarinn er ég hræddur um," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×