Enski boltinn

Bolton, Norwich og Stoke komin áfram í bikarnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eagles fagnar sigurmarki sínu í dag.
Eagles fagnar sigurmarki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images
Ensku úrvalsdeildarliðin Bolton, Norwich og Stoke eru komin áfram í 5. umferð enska bikarsins í knattspyrnu eftir sigra á andstæðingum sínum í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea eru hins vegar úr leik.

Stoke City sótti Derby County fram á Pride Park og vann 2-0 sigur. Cameron Jerome kom gestunum yfir í fyrri hálfleik og Þjóðverjinn Robert Huth bætti við marki tíu mínútum fyrir leikslok.

Bolton vann 2-1 sigur á Swansea á Reebok-vellinum. Luke Moore kom gestunum yfir snemma leiks. Darren Pratley, fyrrum leikmaður Swansea jafnaði metin skömmu fyrir hálfleik. Það var svo miðjumaðurinn Chris Eagles sem tryggði Bolton sigurinn snemma í síðari hálfleik. Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton og Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum hjá Swansea.

Þá vann Norwich 2-1 útisigur á West Brom. Grant Holt og Simeon Jackson skoruðu mörk gestanna í sitthvorum hálfleiknum. Marc-Antoine Fortune jafnaði metin í millitíðinni fyrir heimamenn.

Þá urðu óvænt úrslit þegar D-deildarlið Crawley Town sló út Hull City með 1-0 útisigri.

Önnur úrslit:

Blackpool 1-1 Sheffield Wednesday

Leicester 2-0 Swindon

Millwall 1-1 Southampton

Sheffield United 0-4 Birmingham

Stevenage 1-0 Notts County




Fleiri fréttir

Sjá meira


×