Handbolti

Lazarov búinn að bæta met Ólafs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lazarov fagnar marki á EM.
Lazarov fagnar marki á EM. Nordic Photos / AFP
Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov hefur nú bætt met Ólafs Stefánssonar en hann er þegar kominn með sex mörk í leik sinna manna gegn Slóveníu sem nú stendur yfir á EM í handbolta.

Þar með hefur Lazarov skorað 59 mörk í keppninni allri sem er einu meira en Ólafur gerði með íslenska landsliðinu á HM í Svíþjóð árið 2002.

Lazarov skoraði fimm af fyrstu átta mörkum sinna manna í leiknum en skoraði ekki aftur fyrr en í blálok fyrri háflleiksins. Þá skoraði hann með mikilli sleggju og jafnaði þar með met Ólafs. Staðan í hálfleik var 16-12, Makedóníu í vil.

Sjötta markið skoraði hann svo þegar þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Hann kom sínum mönnum þar með yfir í leiknum, 23-22.


Tengdar fréttir

Lazarov getur slegið met Ólafs í dag

Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov er mikill markaskorari og getur í dag slegið met markamet Ólafs Stefánssonar á Evrópumeistaramótinu í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×