Enski boltinn

Leitað að stuðningsmanni sem líkti eftir apa á Anfield

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndin umtalaða.
Myndin umtalaða.
Lögreglan í Liverpool leitar manns sem sýndi kynþáttafordóma á viðureign Liverpool og Manchester United á Anfield í gær. Á ljósmynd, sem farið hefur eins og eldur í sinu um netheima, virðist áhorfandinn líkja eftir apa.

Viðureign félaganna er sú fyrsta síðan Luis Suarez og Patrice Evra lenti saman með þeim afleiðingum að Úrúgvæinn var dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttafordóma.

Í yfirlýsingu frá Liverpool segir:

„Við vinnum náið með Merseyside-lögreglunni með það að markmiði að komast að því hvað gerðist og bera kennsl á manninn. Við hvetjum stuðningsmenn sem hafa upplýsingar undir höndum til þess að hafa samband við félagið eða lögregluna."

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að sautján áhorfendum hafi verið vísað á dyr á meðan á leik stóð og tveir handteknir fyrir hegðun sem þótti fyrir neðan allar hellur. Lögreglan hrósaði þó meirihluta stuðningsmanna fyrir framkomu sína.


Tengdar fréttir

Ferguson: Við vorum betri og áttum þetta ekki skilið

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchster United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Liverpool á Anfield í dag. Hann sagðist ekki skilja hvernig liðið hefði farið að því að tapa.

Kuyt tryggði Liverpool sigur á United

Varamaðurinn Dirk Kuyt var hetja Liverpool á Anfield í dag þegar liðið lagði Manchester United 2-1 í 4. umferð enska bikarsins. Hollendingurinn skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.

Gerrard: Andy Carroll er frábær leikmaður

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hrósaði framherjanum Andy Carroll í hástert eftir sigur liðsins á Manchester United í enska bikarnum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×