Fótbolti

Roy Carroll kominn til Olympiakos

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Norður-írski markvörðurinn Roy Carroll er kominn í gríska boltann en hann hefur gert átján mánaða samning við Olympiakos.

Carroll er 34 ára gamall og á langan feril að baki. Hann hefur spilað með Manchester United, Rangers, Wigan, West Ham og Hull City í Bretlandi.

Hann var samherji Rúriks Gíslasonar hjá OB í Danmörku en lék síðast með OFI Crete í Grikklandi. „Það er mikill heiður fyrir mig að koma til Olympiakos, besta lið Grikklands. Ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum og spila í Evrópudeild UEFA."

„Vonandi munum við spila í Meistaradeildinni á næsta ári. Þar vilja allir knattspyrnumenn spila. En fyrst verðum við að vinna meistaratitilinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×