Fleiri fréttir

Riise á ekkert sökótt við Bellamy

John Arne Riise, leikmaður Fulham og norska landsliðsins, segir að það sé allt í góðu á milli hans og Craig Bellamy. Þeim lenti eftirminnilega saman þegar þeir voru samherjar hjá Liverpool árið 2007.

Þýsku dómarabræðurnir létust í bílslysi í kvöld

Þýsku dómararnir Bernd og Reiner Methe létust í kvöld í bílslysi á leið sinni til Balingen þar sem þeir áttu að dæma leik Balingen og Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni. Þetta kom fram í þýskum fjölmiðlum í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 90-89

Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfelli, 90-89, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld, en gestirnir fengu möguleika til þess að vinna leikinn undir blálokin en komu ekki skoti á körfuna.

Írar nánast öruggir á EM - tvö rauð hjá Eistlandi

Írland er vægast sagt í sterkri stöðu í sinni umspilsrimmu gegn Eistlandi eftir 4-0 sigur á útivelli í kvöld. Leikurinn var hreinasta martröð fyrir heimamenn sem misstu tvo leikmenn af velli með rautt spjald.

Njarðvíkingar lentu 16-0 undir en unnu samt í Seljaskóla

Njarðvíkingar unnu ótrúlegan endurkomusigur á ÍR-ingum í Iceland Express deild karla í körufbolta í kvöld. Njarðvík vann upp sextán stiga forskot Breiðhyltinga og tryggði sér að lokum 99-95 sigur. Þetta var líka langþráður sigur hjá Njarðvíkurliðinu sem var fyrir leikinn búið að tapa þremur deildarleikjum í röð.

Grindvíkingar áfram á sigurbraut - unnu 24 stiga sigur á Haukum

Grindvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild karla eftir 24 stiga sigur á Haukum, 98-74, í Grindavík í kvöld. Grindavíkurliðið er þar með búið að vinna alla sex leiki sína í deildinni til þessa. Haukar voru þarna að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Ívars Ásgrímssonar sem tók tímabundið við eftir að Pétur Ingvarsson hætti þjálfun liðsins.

Danir unnu Svía á Parken - Bendtner með fyrra markið

Danmörk vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum frá Svíþjóð í vináttulandsleik þjóðanna á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld en Danir hafa þar með unnið alla þrjá landsleiki þjóðanna frá og með árinu 2008. Nicklas Bendtner og Michael Krohn-Dehli skoruðu mörk Dana í kvöld.

Beckham og Henry í liði ársins í MLS-deildinni

David Beckham var í gær valinn í lið ársins í bandarísku MLS-deildinni í fyrsta sinn á ferlinum. Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona, komst einnig í úrvalsliðið.

Barcelona bað mig um að passa Neymar til 2014

Luis Alvaro Ribeiro, forseti brasilíska knattspyrnufélagsins Santos, segir að kollegi sinni hjá Barcelona hafi beðið sig að hafa góðar gætur á Neymar til ársins 2014.

Lampard fyrirliði á móti Spánverjum - Terry á bekknum

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur ákveðið að Frank Lampard verði fyrirliði enska liðsins á móti Heims- og Evrópumeisturum Spánar á Wembley á morgun. John Terry mun hinsvegar byrja á bekknum.

Ívar stýrir Haukaliðinu í Grindavík í kvöld

Ívar Ásgrímsson mun stýra liði Hauka þegar liðið fer til Grindavíkur og mætir heimamönnum í Iceland Express deild karla í kvöld. Haukar eru án þjálfara eftir að Pétur Ingvarsson sagði starfi sínu lausu á þriðjudaginn var. Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka.

Ari Freyr gerir nýjan samning við Sundsvall

Ari Freyr Skúlason hefur gert nýjan tveggja ára samning við sænska liðið Gif Sundsvall en í ár hjálpaði Ari Freyr sænska liðinu að vinna sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni á nýjan leik.

Bosníumenn reyna allt til að pirra Ronaldo - sungu til Messi á flugvellinum

Cristiano Ronaldo verður í sviðsljósinu með portúgalska landsliðinu í kvöld þegar liðið mætir Bosníu í fyrri leik þjóðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. Leikuri Bosníu og Portúgals fer fram í borginni Zenica og hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.

Hamilton sneggstur á seinni æfingunni í Abú Dabí

Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í dag, en liðsfélagi hans hjá McLaren liðinu, Jenson Button náði næstbesta tíma. Hamilton ók á tímanum 1.39.586, en Button var 0.199 úr sekúndu á eftir honum

Bramble lýsir sig saklausan

Titus Bramble, varnarmaður Sunderland, segist vera saklaus af tveimur ákærum um kynferðislega áreitni.

Stjarnan - Snæfell í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi

Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld og þar með lýkur sjöttu umferð. Bein sjónvarpsútsending verður á Vísi frá Ásgarði í Garðabæ þar sem að Stjarnan og Snæfell eigast við. Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður mun lýsa leiknum.

Rætt um nýjan samning Van Persie eftir áramót

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, er vongóður um að Robin Van Persie muni framlengja samning sinn við félagið en sagði þó að viðræður um nýjan samning myndu ekki eiga sér stað fyrr en eftir áramót.

Sigurkarfa Keflvíkinga gegn Þórsurum - myndband

Charles Micheal Parker var hetja Keflvíkinga í gær þegar hann tryggði liðinu sigur gegn nýliðum Þórs frá Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Keflvíkingar voru einu stigi undir þegar 1,36 sek voru eftir af leiknum. Arnar Freyr Jónsson tók innkast við hliðarlínu fyrir Keflavík, og sendi boltann á Parker sem gerði allt rétt og tryggði heimamönnum sigur.

Leitin að stórlaxinum - Bók og DVD

Út er kominn pakki um stórlaxaveiðar á Íslandi sem inniheldur bæði bók og kvikmynd! Betra verður það einfaldlega ekki! Þessi magnaði veiðipakki er eftir bræðurnar Gunnar og Ásmund Helgasyni og ber heitið Leitin að stórlaxinum. Nú þegar er hafin forsala á www.veidiflugur.is en pakkinn fer í almenna dreifingu 21. nóvember næstkomandi.

Agüero tæpur vegna meiðsla

Óvíst er hvort að Sergio Agüero geti spilað með Argentínu í leikjunum tveimur sem eru fram undan í undankeppni HM 2014 vegna meiðsla.

Mikil aukning í sleppingum fyrir norðan

Frá því að SVFR kom að leigutöku á urriðasvæðunum í Laxá í Laxárdal og Mývatnssveit hefur hlutfall slepptra silunga margfaldast, en 58% af urriðanum í sumar var sleppt.

Button fljótastur á fyrstu æfingunni í Abú Dabí

Jenson Button á McLaren var fljótastur á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í morgun, en næstsíðasta Formúlu 1 mót ársins fer fram á brautinni á sunnudaginn.

Er Gary Neville í raun frá Liverpool?

Gary Neville hefur allan sinn feril gert öllum ljóst að hann er ekki hrifinn af Liverpool, hvorki knattspyrnufélaginu né íbúum borgarinnar.

Leikmenn kjósa um tillögu - spilað í NBA 15. desember?

Deiluaðilar í verkbanni NBA-deildarinnar hafa fundað stíft síðustu daga og hafa fulltrúar deildarinnar nú lagt fram tillögu að samningum. Verði tillagan samþykkt af leikmönnum hefst nýtt keppnistímabil þann 15. desember næstkomandi.

Woods hefur tekið forystu í Ástralíu

Tiger Woods er greinilega að finna aftur sitt langþráða gamla form en hann er nú í forystu á opna ástralska meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Þrjú töp í röð hjá strákunum - myndir

Íslenska 21 árs landsliðið tapaði sínum þriðja leik í röð í undankeppni EM þegar liðið heimsótti hið gríðarsterka enska landslið í gær. Englendingar unnu leikinn 5-0 og hafa nú fullt hús og markatöluna 16-1 í fyrstu fjórum leikjum sínum í riðlinum.

Fyrsti sigur Valsmanna síðan í september - myndir

Valsmenn fögnuðu langþráðum og óvæntum sigri þegar þeir unnu 31-27 sigur á HK í N1 deild karla i handbolta í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. HK-liðið var fyrir leikinn búið að ná í níu af tíu mögulegum stigum í fimm síðustu leikjum sínum í deildinni.

Framkonur unnu sinn fimmta sigur í röð - myndir

Framkonur komust á topp N1 deildar kvenna eftir 30-26 sigur á ÍBV í Framhúsinu í gærkvöldi en þær eru með tveggja stiga forystu á Val og HK. Valsliðið á tvo leiki inni á Fram en HK einn.

Í beinni: Tyrkland - Króatía

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Tyrklands og Króatíu í umspili undankeppninnar fyrir EM 2012.

Einar: Þetta var ekki handbolti heldur box

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ákaflega ósáttur eftir tapið á heimavelli gegn Aftureldingu í kvöld. Bæði út í dómara leiksins sem og strákana sína.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 31-27

Valur vann kærkominn sigur á HK á heimavelli sínum í kvöld í spennandi og skemmtilegum leik. Valur náði frumkvæðinu á síðustu mínútum fyrir hálfleiks og hélt því út leikinn þó litlu hafi munað að HK kæmist yfir þegar skammt var eftir. Frábær lokasprettur Vals í lok beggja hálfleika lagði grunninn að sigrinum.

Sjá næstu 50 fréttir