Handbolti

Sjö mörk Rúnars dugðu ekki í naumu tapi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Rúnar Kárason og félagar í Bergischer töpuðu 30-31 á heimavelli á móti TuS N-Lübbecke í þýska handboltanum í kvöld.

Rúnar skoraði sjö mörk í leiknum en þetta var annað eins marks tap liðsins í röð því liðið tapaði 31-32 á heimavelli á móti FA Göppingen í leiknum á undan.

Sverre Andre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt gerðu 28-28 jafntefli á móti Melsungen. Sverre komst ekki á blað en fékk tvo brottrekstra í leiknum. Stefan Kneer tryggði Grosswallstadt jafntefli þegar hann jafnaði leikinn fimm sekúndum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×