Handbolti

Arnór með ellefu mörk í langþráðum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson
Arnór Þór Gunnarsson Mynd/Arnþór
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 11 mörk þegar TV Bittenfeld vann 34-32 sigur á VfL Potsdam í þýsku b-deildinni í handbolta í kvöld.

Arnór skoraði 3 af 11 mörkum sínum af vítalínunni og klikkaði aðeins á tveimur skotum í leiknum. Árni Þór Sigtryggsson var með tvö mörk fyrir Bittenfeld sem var 18-17 yfir í hálfleik.

Þetta var langþráður sigur hjá Bittenfeld-liðinu sem var búið að tapa fjórum leikjum í röð. Liðið er í 16. sæti deildarinnar eftir þennan sigur. Potsdam er enn sex stigum fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×