Körfubolti

Jakob með 24 stig í sigri Sundsvall - töp hjá Jämtland og 08 Stockholm

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Valli
Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en aðeins sænsku meistararnir Sundsvall Dragons fögnuðu sigri. 08 Stockholm HR og Jämtland Basket misstu bæði niður forskot og töpuðu sínum leiknum.

Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik þegar Sundsvall Dragons vann 92-79 útisigur á botnliði ecoÖrebro en drekarnir frá Sundsvall voru búnir að tapa tveimur síðustu leikjum sínum.

Hlynur Bæringsson missti af sínum öðrum leik í röð vegna meiðsla í baki en það kom ekki að sök. Jakob var með 24 stig í leiknum og Pavel Ermolinskij bætti við 18 stigum, 7 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Helgi Már Magnússon skoraði 17 stig þegar 08 Stockholm tapaði 80-89 á útivelli á móti LF Basket. Helgi Már skoraði 9 stiga sinna í fyrsta leikhlutanum en hann var auk stiganna með 2 fráköst, 1 stoðsendingu og 1 stolinn bolta. 08 Stockholm var 50-38 yfir í hálfleik en tapaði fjórða leikhlutanum 32-12.

Brynjar Þór Björnsson var með 11 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar þegar

Jämtland Basket tapaði 89-98 á heimavelli á móti Norrköping Dolphins. Brynjar var með 6 stig og 2 stoðsendingar í fyrsta leikhlutanum og hjálpaði Jämtland að ná 29-22 forystu en það dugði skammt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×