Fleiri fréttir

Edda samdi á ný við KIF Örebro

Edda Garðarsdóttir hefur samið á ný við sænska fótboltaliðið KIF Örebro og er samningurinn til þriggja ára. Landsliðskonan hefur verið hjá Örebro frá árinu 2009.

Pétur verður eftirmaður Péturs hjá Haukum

Pétur Rúðrik Guðmundsson var í gærkvöldi ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs Hauka í Iceland Express-deild karla. Tekur hann við af Pétri Ingvarssyni sem hætti með liðið í síðustu viku.

Tiger tapaði en Bandaríkin í forystu

Tiger Woods er enn án sigurs í Forsetabikarnum í golfi en lið Bandaríkjanna hefur engu að síður forystu gegn heimsúrvalinu eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Sigfús: Þarf bara að taka aðeins af varaforðanum

Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska landsliðið að undanförnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í sigri Vals á Gróttu í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum.

Magnús og Marvin skora mest Íslendinga

Íslenskir leikmenn eru ekki mjög áberandi meðal stigahæstu leikmanna Iceland Express-deildar karla í körfubolta, en sex umferðir eru nú búnar af deildinni. Enginn kemst inn á topp tíu og aðeins þrír eru á topp tuttugu ef við teljum Justin Shouse með, en hann fékk íslenskan ríkisborgararétt í sumar.

Kemur umboðsmaðurinn til bjargar?

Skotinn Willie McKay er umdeildur umboðsmaður knattspyrnumanna og meðal þeirra þekktustu í sinni starfsstétt. Hann var einn þeirra sem rannsóknarnefnd enska knattspyrnusambandsins tók sérstaklega fyrir árið 2007 þegar grunur lék á um stórfellda mútustarfsemi í tengslum við félagaskipti knattspyrnumanna.

Fram flaug á toppinn - myndir

Fram er í toppsæti N1-deildar karla eftir dramatískan sigur á Íslandsmeisturum FH í Safamýri í gær. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Framarar mörðu sigur undir lokin.

Romanov setur Hearts á sölu

Litháinn Vladimír Romanov hefur ákveðið að setja skoska knattspyrnufélagið Hearts á sölu, þar sem hann er orðinn þreyttur á fótbolta. Hann keypti félagið árið 2005 en landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson er á mála hjá félaginu.

Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 34-33

Topplið Fram vann dramatískan sigur, 34-33, á FH í stórleik kvöldsins í N1-deild karla. Úrslitin réðust á lokamínútunni þar sem Róbert Aron Hostet skoraði sigurmarkið áður en skot Andra Bergs Haraldssonar sigldi framhjá rétt áður lokaflautið gall.

Torres: Ég skulda stuðningsmönnum Chelsea

Fernando Torres hjá Chelsea verður í sviðsljósinu á sunnudaginn þegar Chelsea tekur á móti hans gömlu félögum í Liverpool á Stamford Bridge. Torres hefur aðeins náð að skora 5 mörk í 30 fyrstu leikjum sínum með Chelsea og hann þurfti eins frægt er að bíða í 903 mínútur eftir fyrsta marki sínu fyrir Lundúnafélagið.

Þrándur: Rjúpan er að fara illa með okkur

Þrándur Gíslason, leikmaður Aftureldingar, segir að menn verði að fara að hvíla sig um helgar í staðinn fyrir að fara á rjúpnaveiði helgi eftir helgi. Þrátt fyrir gamansaman tón var Þrándur ekki sáttur með leikinn gegn Akureyri í kvöld.

Jón Arnór og félagar mörðu botnliðið

Jón Arnór Stefánsson skoraði fimm stig fyrir lið sitt, CAI Zaragoza, sem vann dramatískan sigur, 75-74, á Blancos de Rueda Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sverre og félagar töpuðu gegn meisturunum

Þýskalandsmeistarar Hamburg komust upp í annað sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið lagði Sverre Jakobsson og félaga í Grosswallstadt. Lokatölur 31-22.

Birgir bætti stöðu sína | lék á 67 höggum á öðrum keppnisdegi

Birgir Leifur Hafþórsson bætti stöðu sína verulega á öðrum keppnisdegi á úrtökumótinu fyrir PGA mótaröðina í golfi. Birgir lék á 4 höggum undir pari í dag eða 67 höggum og samtals er hann á -5 eftir að hafa leikið á 70 höggum á fyrsta keppnisdeginum.

Cruyff um komu van Gaal til Ajax: Þeir hljóta að vera galnir

Ajax-goðsögnin Johan Cruyff og verðandi framkvæmdastjóri hollenska félagsins Louis van Gaal eru langt frá því að vera miklir félagar og það stóð ekki á viðbrögðum frá Cruyff þegar hann frétti af ráðningu Louis van Gaal.

Aquilani verður áfram hjá AC Milan

Umboðsmaður Alberto Aquilani segir það aðeins formsatriði að ganga frá því að leikmaðurinn verði áfram í herbúðum AC Milan þegar að lánssamningur félagsins við Liverpool rennur út.

Ronaldo og Arbeloa báðir meiddir

Þeir Cristiano Ronaldo og Alvaro Arbeloa gátu ekki æft með Real Madrid í gær þar sem þeir meiddust báðir í leikjum með landsliðum sínum í landsleikjafríinu.

Vergne fljótastur þriðja daginn í röð og ánægður með frammistöðu sína

Jean Eric Vergne frá Frakklandi reyndist fljótastur í dag á æfingu Formúlu 1 liða á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann náði líka besta tíma á mánudag og þriðjudag, en æfingadagurinn í dag var sá síðasti á dagskrá. Æfingarnar notuðu liðin m.a. til að gefa ungum ökumönnum tækifæri um borð bílum sínum. Vergne var með besta tíma í dag á undan Bretanum Sam Bird á Mercedes, en Frakkinn Jules Bianchi náði þriðja besta tíma á Ferrari.

Trapattoni vill þjálfa írska landsliðið þar til að hann verður 77 ára

Giovanni Trapattoni er þjóðhetja á Írlandi eftir að hann stýrði írska knattspyrnulandsliðinu inn á Evrópumótið sem fer fram í Póllandi og Úkraínu næsta sumar. Trapattoni er orðinn 72 ára gamall og verður langelsti þjálfarinn á EM næsta sumar en hann er hvergi nærri hættur.

Kynning á frambjóðendum SVFR

Fyrir þá sem vilja kynna sér frambjóðendur til stjórnar SVFR þá eru upplýsingar um frambjóðendur að birtast þessa dagana á vefnum hjá Stangó.

Van Gaal kemur aftur til Ajax

Hollenska knattspyrnufélagið Ajax, sem Kolbeinn Sigþórsson leikur með, hefur tilkynnt að Louis van Gaal muni taka taka við starfi framkvæmdarstjóra frá og með upphafi næsta keppnistímabils.

Stelpurnar í öflugum riðli

U-17 lið Íslands í knattspyrnu kvenna var í dag dregið í riðil með Sviss, Englandi og Belgíu í milliriðlakeppni undankeppni EM 2012.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 34-26

Valsmenn eru komnir á sigurbraut í N1 deild karla og eru nú aðeins einu stigi frá fjórða sætinu eftir öruggan átta marka sigur á Gróttu, 34-26, í Vodafonehöllinni í kvöld. Valsmenn voru með gott forskot allan leikinn en baráttuglaðir Gróttumenn hættu aldrei og misstu aldrei vonina fyrr en í blálokin.

Ískalt andrúmsloft þegar Tiger hitti Williams - myndasyrpa

Tiger Woods byrjaði skelfilega í Forsetabikarnum í golfi sem hófst í nótt í Ástralíu.Hann tapaði 7/6 í fjórmenning þar sem hann lék með Steve Stricker. Steve Williams, fyrrum aðstoðarmaður Tigers, var í sama ráshóp en hann er kylfuberi hjá Ástralanum Adam Scott. Það er alveg ljóst að nærvera Williams hafði ekki góð áhrif á Woods en ljósmyndarar Getty Images fylgdust vel með þeim félögum - enda hefur andað köldu á milli Tiger og Williams að undanförnu. Í myndasyrpunni má sjá hvernig þeir brugðust við.

Mál Rooney tekið fyrir degi fyrr

Áfrýjun enska knattspyrnusambandsins verður tekin fyrir hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, þann 8. desember næstkomandi, degi fyrr en áætlað var.

Rokkjær framlengdi við Mors-Thy: Einar er súper fyrirmynd

Rasmus Rokkjær, ungi unglingalandsliðslínumaðurinn hjá Mors-Thy, er búinn að gera nýjan samning við danska liðið en hann mun þar keppa áfram við íslenska landsliðsmanninn Einar Inga Hrafnsson um línustöðuna. Rokkjær varð heimsmeistari með danska 19 ára landsliðinu í Argentínu í sumar og þykir vera framtíðarmaður í dönskum handbolta.

Ameobi líkar við vistina hjá Newcastle

Sammy Ameobi hefur skrifaði undir nýjan langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Þessi nítján ára framherji þykir mikið efni.

Fær Suarez sex leikja bann?

Enska knattspyrnusambandið ákvað í gær að kæra Luis Suarez, leikmann Liverpool, fyrir kynþáttaníð og gæti hann á endanum fengið sex leikja bann, að minnsta kosti.

Lögreglan mun rannsaka söluna á Veigari Páli

Lögreglan í Asker og Bærum í Noregi hefur ákveðið að rannsaka hvort lög hafi verið brotin þegar Veigar Páll Gunnarsson var seldur frá Stabæk til Vålerenga. Lögreglurannsókn mun hefjast á næstunni þar sem allt "söluferlið“ verður rannsakað.

Bottas vonast til að hafa sannað sig fyrir Williams

Valtteri Bottas frá Finnlandi ók Williams Formúlu 1 bíl á æfingum í Abú Dabí i gær og fyrradag, en Williams liðið er enn að skoða hvaða ökumaður verður hjá liðinu á næsta ári við hlið Pastor Maldonado. Bottas er einn af mörgum ungum ökumönnum sem hefur fengið að spreyta sig á æfingum Formúlu 1 liða í Abú Dabí.

Blatter í Twitter-stríði við Rio Ferdinand

Sepp Blatter virðist algerlega vera búinn að tapa glórunni. Blatter, sem er forseti FIFA, hefur staðið í ströngu í morgun vegna ummæla sinna í viðtali við CNN og ákvað í dag að svara ummælum Rio Ferdinand á Twitter.

Pippen á meðal þekktra gjaldþrota NBA leikmanna

Deila eigenda og samtaka leikmanna í NBA deildinni í körfuknattleik virðist engan endi ætla að taka. Samningafundir hafa engu skilað og búið er að fresta keppni til 15. desember. Útlit fyrir að deilan leysist ekki fyrr en eftir áramót. NBA leikmenn eru flestir á ofurlaunum en það vekur athygli að 60% fyrrum NBA leikmanna lenda í fjárhagsvændræðum 5 árum eftir að ferli þeirra lýkur. Margir þekktir kappar hafa lent í fjárhagsvandræðum eftir að ferli þeirra og má þar nefna Scottie Pippen – fyrrum leikmann meistaraliðs Chicago Bulls.

Valur og Víkingur Ó skiptast á leikmönnum

Knattspyrnulið Vals og Víkings frá Ólafsvík hafa samþykkt leikmannaskipti. Guðmundur Steinn Hafsteinsson er genginn til liðs við Víkinga en Valsmenn fá í staðinn Brynjar Kristmundsson.

Aðeins um 100 laxar úr Hvannadalsá í sumar

Hvannadalsá var töluvert undir væntingum í sumar, eins og svo margar aðrar ár, þó var gott hlutfall stórlaxa í ánni. Samkvæmt okkar bókum komu rétt rúmlega 100 laxar úr ánni í sumar sem er töluvert fall frá 465 löxum í fyrra. Hluti af skýringunni er eflaust sá að í sumar var einungis leyð fluguveiði í fyrsta skipti og reynslan sýnir okkur að fyrsta ár í fluguveiði skilar alltaf lægri heildartölu en vanalega.

Rivers of Iceland í Íslenskri þýðingu

Bók Róberts Neil Stewart um íslenskar laxveiðiár (Rivers of Iceland) frá árinu 1950 hefur nú verið endurútgefin í þýðingu Einars Fals Ingólfssonar.

Ummæli Blatter um kynþáttaníð vekja mikla reiði

Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sagði í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina að kynþáttaníð væri ekki til staðar í knattspyrnu. Ummælunum hefur verið tekið af mikilli reiði víða um heim en sjálfur hefur hann reynt að draga úr þeim.

Tiger tapaði stórt í fyrsta leiknum í Forsetabikarnum

Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í nótt í Ástralíu. Þar eigast við Bandaríkin og alþjóðalegt úrvalslið kylfinga utan Evrópu. Woods og Steve Stricker töpuðu 7/6 í fjórmenning gegn Ástralanum Adam Scott og KJ Choi frá Suður-Kóreu. Bandaríska úrvalsliðið er með 4 vinninga gegn 2 að loknum fyrsta keppnisdegi.

Berbatov spenntur fyrir Anzhi í Rússlandi

Umboðsmaður Búlgarans Dimitar Berbatov segir að kappinn myndi hafa áhuga á því að ganga til liðs við rússneska félagið Anzhi ef tilboð bærist.

Fyrirliðinn missir mögulega af HM í Brasilíu

Óvíst er hvort að Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, geti spilað með Íslandi á HM í Brasilíu sem hefst eftir rúmar tvær vikur.

Sjá næstu 50 fréttir