Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 20. maí 2025 08:32 Rut Arnfjörð Jónsdóttir er klár í slaginn eftir langa bið Haukakvenna fyrir fyrsta leik í úrslitaeinvíginu um titilinn. Vísir/Sigurjón Úrslitaeinvígi um Íslandsmeistatitil kvenna í handbolta hefst á morgun er Haukar sækja nýkrýnda Evrópubikarmeistara Vals heim. Þar með lýkur langri bið Hauka eftir því að einvígið hefjist. Haukakonur hafa beðið um hríð eftir verkefninu en 15 dagar verða liðnir frá sigri liðsins á Fram í undanúrslitum þegar þær heimsækja Val á Hlíðarenda á morgun. Rut Jónsdóttir, leikmaður Hauka, segir pásuna þó hafa verið vel nýtta. „Mér finnst þetta smá skrýtið, maður sérstaklega í svona gír og tryggir sig í úrslit svo tekur við tveggja vikna pása. Það var smá skrýtið en það verður skemmtilegt að byrja aftur,“ „Við höfum æft vel og þær sem hafa verið með smá meiðsli hafa haft tíma til að ná sér. Annars bara góðar æfingar og undirbúningur fyrir leikinn á morgun,“ „Ég verð að viðurkenna það að þetta er óvenjulega langur tími á milli. En það er svo var líka gaman að fylgjast með Valsstelpunum og það er kannski best að óska þeim til hamingju,“ segir Rut í samtali við íþróttadeild. Glöð fyrir hönd vinkvenna sinna í Val Líkt og fram kemur að ofan er ástæða biðar Hauka þátttaka Vals í Evrópubikarúrslitum. Rut er ánægð fyrir hönd Valskvenna sem skráðu sig í sögubækurnar með fyrsta Evróputitli íslensks kvennaliðs um helgina eftir sigur á Porrino frá Spáni. „Ég var að fylgjast með þeim. Það var ótrúlega gaman að horfa á þessa leiki. Þær eru búnar að standa sig svo vel og ég samgleðst þeim innilega,“ „Þetta eru stelpur sem hafa lagt mikið á sig, sama liðið og frábært þjálfarateymi líka. Það er gaman að sjá íslenskt lið og margar vinkonur mínar ná svona frábærum árangri,“ segir Rut. En er engin öfund? Rut hlær og segir: „Ég væri að sjálfsögðu alveg til að vera í þessum sporum en ég bara samgleðst.“ Vonandi þynnka í þeim Valur er talið líklegra liðið fyrirfram enda verið besta lið landsins undanfarin misseri. Rut sér þó möguleika í stöðunni fyrir Haukalið, sem eru alls engir aukvisar. „Vissulega eru þær sterkt lið og örugglega sigurstranglegri fyrirfram. Þær eru búnar að ná alveg frábærum árangri síðustu ár og nánast ekki tapað leik. En þetta er bara handboltaleikur þannig að við erum mjög spenntar að byrja og allt getur gerst,“ segir Rut. En gæti ekki verið smá þynnka í Valskonum eftir helgina? „Vonandi bara,“ segir Rut og hlær. „Þær eru örugglega búnar að njóta og skemmta sér vel en þetta eru bara frábærir íþróttamenn sem við erum að fara að mæta. Hvort það hefur áhrif eða ekki, veit ég ekki.“ Eiginmaður Rutar, Ólafur Gústafsson setti handboltaskóna á hilluna eftir að lið hans FH féll úr leik í úrslitakeppninni í vor. Rut er þó ekki að hætta enn um sinn. „Ég er með ár í viðbót en ég er að verða 35 ára í sumar svo það fer að styttast. En ég ár í viðbót, allavega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en viðtalið í heild hér að neðan. Klippa: Ánægð fyrir hönd Valskvenna en biðin full löng Haukar Valur Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Sjá meira
Haukakonur hafa beðið um hríð eftir verkefninu en 15 dagar verða liðnir frá sigri liðsins á Fram í undanúrslitum þegar þær heimsækja Val á Hlíðarenda á morgun. Rut Jónsdóttir, leikmaður Hauka, segir pásuna þó hafa verið vel nýtta. „Mér finnst þetta smá skrýtið, maður sérstaklega í svona gír og tryggir sig í úrslit svo tekur við tveggja vikna pása. Það var smá skrýtið en það verður skemmtilegt að byrja aftur,“ „Við höfum æft vel og þær sem hafa verið með smá meiðsli hafa haft tíma til að ná sér. Annars bara góðar æfingar og undirbúningur fyrir leikinn á morgun,“ „Ég verð að viðurkenna það að þetta er óvenjulega langur tími á milli. En það er svo var líka gaman að fylgjast með Valsstelpunum og það er kannski best að óska þeim til hamingju,“ segir Rut í samtali við íþróttadeild. Glöð fyrir hönd vinkvenna sinna í Val Líkt og fram kemur að ofan er ástæða biðar Hauka þátttaka Vals í Evrópubikarúrslitum. Rut er ánægð fyrir hönd Valskvenna sem skráðu sig í sögubækurnar með fyrsta Evróputitli íslensks kvennaliðs um helgina eftir sigur á Porrino frá Spáni. „Ég var að fylgjast með þeim. Það var ótrúlega gaman að horfa á þessa leiki. Þær eru búnar að standa sig svo vel og ég samgleðst þeim innilega,“ „Þetta eru stelpur sem hafa lagt mikið á sig, sama liðið og frábært þjálfarateymi líka. Það er gaman að sjá íslenskt lið og margar vinkonur mínar ná svona frábærum árangri,“ segir Rut. En er engin öfund? Rut hlær og segir: „Ég væri að sjálfsögðu alveg til að vera í þessum sporum en ég bara samgleðst.“ Vonandi þynnka í þeim Valur er talið líklegra liðið fyrirfram enda verið besta lið landsins undanfarin misseri. Rut sér þó möguleika í stöðunni fyrir Haukalið, sem eru alls engir aukvisar. „Vissulega eru þær sterkt lið og örugglega sigurstranglegri fyrirfram. Þær eru búnar að ná alveg frábærum árangri síðustu ár og nánast ekki tapað leik. En þetta er bara handboltaleikur þannig að við erum mjög spenntar að byrja og allt getur gerst,“ segir Rut. En gæti ekki verið smá þynnka í Valskonum eftir helgina? „Vonandi bara,“ segir Rut og hlær. „Þær eru örugglega búnar að njóta og skemmta sér vel en þetta eru bara frábærir íþróttamenn sem við erum að fara að mæta. Hvort það hefur áhrif eða ekki, veit ég ekki.“ Eiginmaður Rutar, Ólafur Gústafsson setti handboltaskóna á hilluna eftir að lið hans FH féll úr leik í úrslitakeppninni í vor. Rut er þó ekki að hætta enn um sinn. „Ég er með ár í viðbót en ég er að verða 35 ára í sumar svo það fer að styttast. En ég ár í viðbót, allavega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en viðtalið í heild hér að neðan. Klippa: Ánægð fyrir hönd Valskvenna en biðin full löng
Haukar Valur Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Sjá meira