Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 20. maí 2025 08:32 Rut Arnfjörð Jónsdóttir er klár í slaginn eftir langa bið Haukakvenna fyrir fyrsta leik í úrslitaeinvíginu um titilinn. Vísir/Sigurjón Úrslitaeinvígi um Íslandsmeistatitil kvenna í handbolta hefst á morgun er Haukar sækja nýkrýnda Evrópubikarmeistara Vals heim. Þar með lýkur langri bið Hauka eftir því að einvígið hefjist. Haukakonur hafa beðið um hríð eftir verkefninu en 15 dagar verða liðnir frá sigri liðsins á Fram í undanúrslitum þegar þær heimsækja Val á Hlíðarenda á morgun. Rut Jónsdóttir, leikmaður Hauka, segir pásuna þó hafa verið vel nýtta. „Mér finnst þetta smá skrýtið, maður sérstaklega í svona gír og tryggir sig í úrslit svo tekur við tveggja vikna pása. Það var smá skrýtið en það verður skemmtilegt að byrja aftur,“ „Við höfum æft vel og þær sem hafa verið með smá meiðsli hafa haft tíma til að ná sér. Annars bara góðar æfingar og undirbúningur fyrir leikinn á morgun,“ „Ég verð að viðurkenna það að þetta er óvenjulega langur tími á milli. En það er svo var líka gaman að fylgjast með Valsstelpunum og það er kannski best að óska þeim til hamingju,“ segir Rut í samtali við íþróttadeild. Glöð fyrir hönd vinkvenna sinna í Val Líkt og fram kemur að ofan er ástæða biðar Hauka þátttaka Vals í Evrópubikarúrslitum. Rut er ánægð fyrir hönd Valskvenna sem skráðu sig í sögubækurnar með fyrsta Evróputitli íslensks kvennaliðs um helgina eftir sigur á Porrino frá Spáni. „Ég var að fylgjast með þeim. Það var ótrúlega gaman að horfa á þessa leiki. Þær eru búnar að standa sig svo vel og ég samgleðst þeim innilega,“ „Þetta eru stelpur sem hafa lagt mikið á sig, sama liðið og frábært þjálfarateymi líka. Það er gaman að sjá íslenskt lið og margar vinkonur mínar ná svona frábærum árangri,“ segir Rut. En er engin öfund? Rut hlær og segir: „Ég væri að sjálfsögðu alveg til að vera í þessum sporum en ég bara samgleðst.“ Vonandi þynnka í þeim Valur er talið líklegra liðið fyrirfram enda verið besta lið landsins undanfarin misseri. Rut sér þó möguleika í stöðunni fyrir Haukalið, sem eru alls engir aukvisar. „Vissulega eru þær sterkt lið og örugglega sigurstranglegri fyrirfram. Þær eru búnar að ná alveg frábærum árangri síðustu ár og nánast ekki tapað leik. En þetta er bara handboltaleikur þannig að við erum mjög spenntar að byrja og allt getur gerst,“ segir Rut. En gæti ekki verið smá þynnka í Valskonum eftir helgina? „Vonandi bara,“ segir Rut og hlær. „Þær eru örugglega búnar að njóta og skemmta sér vel en þetta eru bara frábærir íþróttamenn sem við erum að fara að mæta. Hvort það hefur áhrif eða ekki, veit ég ekki.“ Eiginmaður Rutar, Ólafur Gústafsson setti handboltaskóna á hilluna eftir að lið hans FH féll úr leik í úrslitakeppninni í vor. Rut er þó ekki að hætta enn um sinn. „Ég er með ár í viðbót en ég er að verða 35 ára í sumar svo það fer að styttast. En ég ár í viðbót, allavega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en viðtalið í heild hér að neðan. Klippa: Ánægð fyrir hönd Valskvenna en biðin full löng Haukar Valur Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Sjá meira
Haukakonur hafa beðið um hríð eftir verkefninu en 15 dagar verða liðnir frá sigri liðsins á Fram í undanúrslitum þegar þær heimsækja Val á Hlíðarenda á morgun. Rut Jónsdóttir, leikmaður Hauka, segir pásuna þó hafa verið vel nýtta. „Mér finnst þetta smá skrýtið, maður sérstaklega í svona gír og tryggir sig í úrslit svo tekur við tveggja vikna pása. Það var smá skrýtið en það verður skemmtilegt að byrja aftur,“ „Við höfum æft vel og þær sem hafa verið með smá meiðsli hafa haft tíma til að ná sér. Annars bara góðar æfingar og undirbúningur fyrir leikinn á morgun,“ „Ég verð að viðurkenna það að þetta er óvenjulega langur tími á milli. En það er svo var líka gaman að fylgjast með Valsstelpunum og það er kannski best að óska þeim til hamingju,“ segir Rut í samtali við íþróttadeild. Glöð fyrir hönd vinkvenna sinna í Val Líkt og fram kemur að ofan er ástæða biðar Hauka þátttaka Vals í Evrópubikarúrslitum. Rut er ánægð fyrir hönd Valskvenna sem skráðu sig í sögubækurnar með fyrsta Evróputitli íslensks kvennaliðs um helgina eftir sigur á Porrino frá Spáni. „Ég var að fylgjast með þeim. Það var ótrúlega gaman að horfa á þessa leiki. Þær eru búnar að standa sig svo vel og ég samgleðst þeim innilega,“ „Þetta eru stelpur sem hafa lagt mikið á sig, sama liðið og frábært þjálfarateymi líka. Það er gaman að sjá íslenskt lið og margar vinkonur mínar ná svona frábærum árangri,“ segir Rut. En er engin öfund? Rut hlær og segir: „Ég væri að sjálfsögðu alveg til að vera í þessum sporum en ég bara samgleðst.“ Vonandi þynnka í þeim Valur er talið líklegra liðið fyrirfram enda verið besta lið landsins undanfarin misseri. Rut sér þó möguleika í stöðunni fyrir Haukalið, sem eru alls engir aukvisar. „Vissulega eru þær sterkt lið og örugglega sigurstranglegri fyrirfram. Þær eru búnar að ná alveg frábærum árangri síðustu ár og nánast ekki tapað leik. En þetta er bara handboltaleikur þannig að við erum mjög spenntar að byrja og allt getur gerst,“ segir Rut. En gæti ekki verið smá þynnka í Valskonum eftir helgina? „Vonandi bara,“ segir Rut og hlær. „Þær eru örugglega búnar að njóta og skemmta sér vel en þetta eru bara frábærir íþróttamenn sem við erum að fara að mæta. Hvort það hefur áhrif eða ekki, veit ég ekki.“ Eiginmaður Rutar, Ólafur Gústafsson setti handboltaskóna á hilluna eftir að lið hans FH féll úr leik í úrslitakeppninni í vor. Rut er þó ekki að hætta enn um sinn. „Ég er með ár í viðbót en ég er að verða 35 ára í sumar svo það fer að styttast. En ég ár í viðbót, allavega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en viðtalið í heild hér að neðan. Klippa: Ánægð fyrir hönd Valskvenna en biðin full löng
Haukar Valur Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Sjá meira