„Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 07:31 Daníel Andri Halldórsson er orðinn þjálfari KR. KR Daníel Andri Halldórsson er nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta og fær það verkefni að festa liðið í sessi í efstu deild. Hann tekur næsta skref á sínum ferli með miklu sjálfsöryggi eftir að hafa lært mikið á stuttum ferli til þessa. Daníel tekur við liðinu af Herði Unnsteinssyni sem kom KR aftur upp í efstu deild á nýafstöðnu tímabili en lét nýverið af störfum. „Kominn tími á það hjá þessum hóp“ Daníel hefur undanfarin ár starfað sem þjálfari uppeldisfélags síns Þór frá Akureyri með góðum árangri. Liðið var endurvakið fyrir fjórum árum síðan og undir stjórn Daníels tryggði það sér sæti í efstu deild á sínum tíma, festi sig þar í sessi og komst í bikarúrslit í fyrra og varð í ár meistari meistaranna. „Mér finnst bara eins og það hafi verið kominn tími á að ég myndi prófa eitthvað nýtt. Bæði fyrir sjálfan mig en líka fyrir mitt uppeldisfélag líka. Það þarf oft að breyta til og breytingar geta oft verið mjög góðar og ég held að hópurinn heima, stjórnin og allir muni græða á því að það komi einhver nýr, ferskur og öðruvísi inn þar.“ Og sem þjálfari KR tekur hann skrefið inn í félag með mikla sögu. „Ég er að taka við mjög flottum, ungum og efnilegum leikmannahópi af Herði Unnsteinssyni sem hefur gert alveg gríðarlega flotta hluti með þennan hóp. Kjarninn er góður, uppaldar KR stelpur og það verður gaman að sjá þær feta sín fyrstu spor í betri deild. Ég held að það sé alveg kominn tími á það hjá þessum hóp.“ „Svona félag á að vera með lið í efstu deild, byrjum á að festa liðið svolítið þar en það er ekki langt í að við munum gera okkur líkleg til að keppa. Það er ákveðinn andi inn í þessu íþróttahúsi og á þessu félagssvæði. Geggjað hverfi og söguríkt félag. Stórveldi, stærsta félag á Íslandi og æðislegt að fá að vera hluti af því á næsta tímabili. Mér líður mjög vel með þetta. Þetta er flott félag að ganga inn í og það er strax tekið vel á móti mér, það er mikið af góðu fólki í kringum þetta félag og ég er mjög spenntur að vinna með því í kringum þetta félag.“ Einhverjar breytingar eru í farvatninu á leikmannahópi KR milli tímabila. „Það verða gerðar einhverjar breytingar já. Við kíkjum aðeins á íslenska markaðinn og reynum að búa til mjög samkeppnishæft umhverfi á æfingum þannig að við náum árangri hraðar, gæðin á æfingu verða betri og meiri. Byrjum á því og svo er það upp á stelpurnar sjálfar komið að toga hvor aðra áfram í að ná enn frekari árangri.“ Daníel er ungur að árum, aðeins 29 ára gamall, og tók sín fyrstu skref sem meistaraflokks þjálfari hjá Þór og býr nú að góðri reynslu. „Kosturinn við að taka þessi skref hjá uppeldisfélagi sínu var að ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim sem meistaraflokksþjálfari og í kringum meistaraflokks starfið. Ég hef lært mikið á stuttum meistaraflokks þjálfara ferli og get þá tekið næsta skref með miklu sjálfsöryggi og veit nákvæmlega hvað ég hef fram að færa.“ Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Daníel tekur við liðinu af Herði Unnsteinssyni sem kom KR aftur upp í efstu deild á nýafstöðnu tímabili en lét nýverið af störfum. „Kominn tími á það hjá þessum hóp“ Daníel hefur undanfarin ár starfað sem þjálfari uppeldisfélags síns Þór frá Akureyri með góðum árangri. Liðið var endurvakið fyrir fjórum árum síðan og undir stjórn Daníels tryggði það sér sæti í efstu deild á sínum tíma, festi sig þar í sessi og komst í bikarúrslit í fyrra og varð í ár meistari meistaranna. „Mér finnst bara eins og það hafi verið kominn tími á að ég myndi prófa eitthvað nýtt. Bæði fyrir sjálfan mig en líka fyrir mitt uppeldisfélag líka. Það þarf oft að breyta til og breytingar geta oft verið mjög góðar og ég held að hópurinn heima, stjórnin og allir muni græða á því að það komi einhver nýr, ferskur og öðruvísi inn þar.“ Og sem þjálfari KR tekur hann skrefið inn í félag með mikla sögu. „Ég er að taka við mjög flottum, ungum og efnilegum leikmannahópi af Herði Unnsteinssyni sem hefur gert alveg gríðarlega flotta hluti með þennan hóp. Kjarninn er góður, uppaldar KR stelpur og það verður gaman að sjá þær feta sín fyrstu spor í betri deild. Ég held að það sé alveg kominn tími á það hjá þessum hóp.“ „Svona félag á að vera með lið í efstu deild, byrjum á að festa liðið svolítið þar en það er ekki langt í að við munum gera okkur líkleg til að keppa. Það er ákveðinn andi inn í þessu íþróttahúsi og á þessu félagssvæði. Geggjað hverfi og söguríkt félag. Stórveldi, stærsta félag á Íslandi og æðislegt að fá að vera hluti af því á næsta tímabili. Mér líður mjög vel með þetta. Þetta er flott félag að ganga inn í og það er strax tekið vel á móti mér, það er mikið af góðu fólki í kringum þetta félag og ég er mjög spenntur að vinna með því í kringum þetta félag.“ Einhverjar breytingar eru í farvatninu á leikmannahópi KR milli tímabila. „Það verða gerðar einhverjar breytingar já. Við kíkjum aðeins á íslenska markaðinn og reynum að búa til mjög samkeppnishæft umhverfi á æfingum þannig að við náum árangri hraðar, gæðin á æfingu verða betri og meiri. Byrjum á því og svo er það upp á stelpurnar sjálfar komið að toga hvor aðra áfram í að ná enn frekari árangri.“ Daníel er ungur að árum, aðeins 29 ára gamall, og tók sín fyrstu skref sem meistaraflokks þjálfari hjá Þór og býr nú að góðri reynslu. „Kosturinn við að taka þessi skref hjá uppeldisfélagi sínu var að ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim sem meistaraflokksþjálfari og í kringum meistaraflokks starfið. Ég hef lært mikið á stuttum meistaraflokks þjálfara ferli og get þá tekið næsta skref með miklu sjálfsöryggi og veit nákvæmlega hvað ég hef fram að færa.“
Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira