Handbolti

Fyrirliðinn missir mögulega af HM í Brasilíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rakel Dögg í leik með Íslandi gegn Úkraínu á dögunum.
Rakel Dögg í leik með Íslandi gegn Úkraínu á dögunum. Mynd/Anton
Óvíst er hvort að Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, geti spilað með Íslandi á HM í Brasilíu sem hefst eftir rúmar tvær vikur.

Rakel Dögg skoraði átta mörk í leik með Levanger í norsku úrvalsdeildinni í gær en meiddist á hægra hné í leiknum. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag.

Ágúst Þór Jóhannsson er þjálfari Levanger sem og íslenska landsliðsins og sagði eftir leik að meiðslin hefðu ekki enn verið greind nákvæmlega. Það myndi koma betur í ljós á morgun þegar læknar landsliðsins væru búnir að taka hana til nánari skoðunar.

Ljóst er að það yrði mikið áfall fyrir íslenska landsliðið ef Rakel myndi missa af HM. Auk þess að vera fyrirliði er hún einn öflugasti leikmaður liðsins, bæði í vörn og sókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×