Fleiri fréttir

Valur vann báða titlana í vetur

Valsmenn urðu í gær Lengjubikarmeistari í knattspyrnu eftir sigur á Fylki, 3-1, í framlengdum úrslitaleik. Valur varð einnig Reykjavíkurmeistari fyrr í vetur og vann því báða titlana á undirbúningstímabilinu.

KSÍ vill ekkert gefa upp

Páskahretið stóð undir nafni þetta árið þó svo að páskarnir hafi verið eins seint á árinu og mögulegt er. Kuldi og mikil bleyta hafa verið einkennandi fyrir veðurfarið síðustu vikurnar sem eru slæm tíðindi fyrir knattspyrnuvelli landsins og sérstaklega þá sem á að nota í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla dagana 1. og 2. maí.

Þjóðverjar hafa reynst United erfiðir

Það ríkir mikil eftirvænting fyrir fyrri undanúrslitaviðureign Schalke og Manchester United í Meistaradeildinni sem fram fer í kvöld í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Schalke hefur komið öllum á óvart með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni en liðið sló Evrópumeistara Inter út í 8-liða úrslitum.

Balotelli veldur usla meðal starfsfólks City

Knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli hefur verið að gera allt vitlaust hjá starfsfólki Manchester City en hann á víst í vandræðum með að borga í stöðumæla í Manchesterborg.

Arnar Sveinn: Vorum heppnir að hanga inni í leiknum

„Þetta var frábær sigur en við vorum heppnir að hanga hreinlega inni í leiknum í fyrri hálfleik. Við erum alvöru lið og sættum okkur ekki við að vera undir. Við efldumst eftir því sem að leið á leikinn og áttum sigurinn skilinn,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson eftir að Valur varð Lengjubikarmeistari karla í kvöld eftir 3-1 sigur á Fylki í framlengdum leik.

Ólafur Þórðar: Skandall hjá dómaranum

„Það var klaufalegt að fá víti á okkur og hleypa þeim inn í leikinn. Við köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis eftir tap liðsins gegn Val í úrslitum Lengjubikarsins, 3-1, í Kórnum í kvöld eftir framlengdan leik.

Dzeko tryggði City sigur

Manchester City er í góðri stöðu um að ná sæti í Meistaradeildinni eftir að hafa lagt Blackburn Rovers á útivelli í kvöld, 0-1, í ensku úrvalsdeildinni. Það var Edin Dzeko sem skoraði sigurmarkið á 75. mínútu leiksins.

Messi og Ronaldo berjast um evrópska gullskóinn

Baráttan um evrópska gullskóinn er á milli Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid. Messi hefur verið í gríðarlegum ham á þessari leiktíð og alls skorað 50 mörk á leiktíðinni. Það eru hins vegar mörk hans í spænsku deildinni sem telja til evrópska gullskóarins en Messi hefur alls skorað 31 mark í spænsku deildinni.

Wenger segir að Fabregas og Wilshere fari hvergi

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar ekki að selja Jack Wilshere og Cesc Fabregas í sumar. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að Fabregas sé á leið til Barcelona í sumar og nýlega komu fréttir um að Manchester City ætli að gera tilboð í Wilshere í sumar.

Valur Lengjubikarmeistari

Valur varð Lengjubikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Fylki í framlengdum úrslitaleik, 3-1, sem fór fram í Kórnum í Kópavogi. Valur varð Reykjavíkurmeistari fyrr í vetur.

Veigar Páll og Ondo skoruðu fyrir Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson kom félögum sínum í Stabæk á bragðið í dag með marki úr vítaspyrnu á 25. mínútu í 3-1 sigri liðsins gegn Fredrikstad. Gilles Mbang Ondo, sem lék með Grindavík í Pepsi-deildinni, skoraði þriðja mark Stabæk og lagði einnig upp annað markið sem Alain Junior Ollé Ollé skoraði.

Hodgson vill halda Odemwingie

Roy Hodgson segir að það sé nauðsynlegt fyrir West Brom að halda í leikmanninn Peter Odemwingie sem hefur slegið í gegn í ensku deildinni í vetur. Þessi nígeríski leikmaður kom frá Lokomotiv Moscow í sumar og hefur nú skorað 13 mörk í vetur fyrir West Brom.

Rooney: Hernandez eru kaup aldarinnar

Wanye Rooeny segir að kaup Manchester United á Javier Hernandez séu kaup aldarinnar. Hernandez tryggði Man. United mikilvægan sigur á Everton á laugardag með marki þegar skammt var eftir af leiknum.

QPR komið með annan fótinn í ensku úrvalsdeildina

Heiðar Helguson og félagar hans í QPR eru svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir 1-1 jafntefli við Hull City í dag. Heiðar var í byrjunarliðinu hjá QPR í dag sem komst yfir með marki Wayne Routledge á 9. mínútu en Hull City jafnaði leikinn þegar skammt var eftir.

Ancelotti: Það getur allt gerst

Knattspyrnustjóri Chelsea, Ítalinn Carlo Ancelotti, segir að allt geti gerst í titilbaráttunni á Englandi og segir Chelsea ennþá eiga möguleika á titlinum.

IFK Gautaborg fékk loksins stig

IFK Gautaborg fékk í dag sín fyrstu stig á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni er liðið vann 2-0 sigur á Kalmar.

Guif einum sigri frá úrslitaleiknum

Sænska úrvalsdeildarfélagið Guif frá Eskilstuna er aðeins einum sigri frá úrslitaleiknum um sænska meistaratitilnn eftir sigur á Alingsås í dag, 29-24. Kristján Andrésson er þjálfari liðsins og bróðir hans, Haukur, leikur með því.

Rúrik skoraði í Íslendingaslag

Rúrik Gíslason skoraði síðara markið í 2-0 sigri Odense á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Rúrik lék allan leikinn fyrir OB.

Staðfest að Houllier verði frá út leiktíðina

Aston Villa hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Gerard Houllier muni ekki stýra fleiri leikjum hjá liðinu á þessari leiktíð. Houllier var fluttur á sjúkrahús í síðustu viku vegna verkja í brjósti.

Framtíð Dalglish enn óljós

Kenny Dalglish segir að það séu engar fregnir af framtíðaráætlunum hans en núverandi samningur hans við Liverpool rennur út í lok leiktíðarinnar.

Rangnick vill vinna United tvisvar

Ralf Rangnick, stjóri Schalke, sér ekkert því til fyrirstöðu að leggja Manchester United bæði heima og að heiman í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Evra ætlar ekki að vanmeta Schalke

Patrice Evra, leikmaður Manchester United, segir að félagið ætli að læra af leikjunum sem liðið lék gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í fyrra.

Þórshrekkurinn kominn á 101greatgoals

Svo virðist sem að Þórsarar hafi tekið að sér að vera andlit íslenskrar knattspyrnu á heimsvísu í ár, rétt eins og Stjarnan gerði á síðasta sumri.

Berbatov meiddur og fór ekki til Þýskalands

Dimitar Berbatov er meiddur og fór ekki með Manchester United til Þýskalands þar sem að liðið mun á morgun leika við Schalke í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Podolski ætlar ekki að fara frá Köln

Þýski landsliðsmaðurinn Lukas Podolski segist ætla að halda trú við sitt félag, Köln, þrátt fyrir að það falli í þýsku B-deildina í vor.

Lampard: Nú fer Torres á flug

Frank Lampard reiknar með því að liðsfélagi hans, Fernando Torres, muni nú fara á flug þegar hann er loksins búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Guardiola: Real sigurstranglegri

Pep Guardiola, stjóri Barcelona, telur að Real Madrid sé sigurstranglegri aðilinn í rimmu liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Kiel tapaði í Barcelona

Kiel tapaði í kvöld fyrir Barcelona, 27-25, í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Philadelphia bjargaði andlitinu

Philadelphia 76ers náði að vinna Miami Heat í fjórða leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í dag, 86-82. Miami hefur 3-1 forystu í einvíginu.

Sundsvall jafnaði metin

Sundsvall Dragons jafnaði í dag metin í rimmunni gegn Norrköping Dolphins um sænska meistarartitilinn í körfubolta í 1-1. Sundsvall vann þá nauman sigur á útivelli, 94-93.

Coyle: Strákarnir frábærir

Owen Coyle, stjóri Bolton, hrósaði sínum leikmönnum mikið eftir að liðið vann 2-1 sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Wenger: Hverfandi möguleikar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur viðurkennt að sitt lið eigi lítinn sem engan möguleika á því að vinna enska meistaratitilinn eftir að hafa tapað fyrir Bolton í dag, 2-1.

Alfreð og félagar töpuðu fyrir Anderlecht

Lokeren tapaði í dag, 2-1, fyrir Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í dag. Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður á 36. mínútu og lék til leiksloka.

Gunnar Már spilar með Þór í sumar

Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður FH, hefur verið lánaður til Þórs næsta hálfa árið og mun hann því spila með nýliðunum í Pepsi-deild karla í sumar.

Sárt tap á heimavelli hjá Löwen

Rhein-Neckar Löwen er í slæmri stöðu í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir tap á heimavelli fyrir Montpellier í dag, 29-27.

Gunnar Steinn ekki í úrslitaleikinn

Gunnar Steinn Jónsson komst ekki annað árið í röð í úrslitaleik sænsku úrvalsdeildarinnar en lið hans, Drott, var sópað úr undanúrslitum úrslitakeppninnar í dag.

Sjá næstu 50 fréttir