Fleiri fréttir

Bent: Ég er búinn að launa Capello traustið

Darren Bent var nokkuð óvænt í byrjunarliði Englendinga í sigrinum á Wales í Cardiff í gær en hann var fremsti maðurinn í nýju 4-3-3 leikkerfi þjálfarans Fabio Capello. Það bjuggust allir að Andy Carroll myndi byrja við hlið Wayne Rooney og Jermain Defoe var einnig talinn vera á undan í goggunarröðinni.

NBA: Rose rosalegur í lokin í sigri Chicago og New York tapar enn

Það bendir allt til þess að Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, verði kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili og hann sýndi af hverju í nótt þegar hann vann leik liðsins við Milwaukee Bucks nánast upp á sitt einsdæmi. Atlanta Hawks tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni en New York Knicks tapaði hinsvegar sínum sjötta leik í röð og hefur gjörsamlega hrunið við komu Carmelo Anthony.

Ramires er kallaður Ramidinho í búningsklefa Chelsea

Ramires talar um það að stjóri hans hjá Chelsea, Ítalinn Carlo Ancelotti, segir honum að hann eigi möguleika á því að verða besti Brasilíumaðurinn sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. Betri en menn eins og Juninho, Emerson og Gilberto Silva.

Vettel hóf titilvörnina með sigri

Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hafði nokkra yfirburði í mótinu, eftir að hafa náð langbesta tíma í tímatökum.

Suarez: Hraðinn í enska boltanum er mun meiri en á HM

Luis Suarez hefur stimplað sig vel inn hjá enska liðinu Liverpool og virðist finna sig vel á Englandi þrátt fyrir að tala sjálfur um það að hann hafi aldrei spilað í svona hröðum bolta áður. Suarez segist hinsvegar fá meira pláss til að athafna sig og það komi sér vel fyrir hann.

David Luiz: Torres er frábær persóna

Brasilíumaðurinn David Luiz er sannfærður um að Fernando Torres muni fara að raða inn mörkum fyrir Chelsea þegar hann nær loksins að brjóta ísinn. David Luiz hefur slegið í gegn hjá Chelsea en það hefur lítið gengið hjá Torres síðan að þeir voru keyptir fyrir 71 milljón punda á síðasta degi félagsskiptagluggans.

Nokkrir NBA-leikmenn á tæknivillu-brúninni

Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, er tæknivillu-kóngur NBA-deildarinnar í körfubolta það sem af er og sá eini sem hefur farið í bann vegna of margra tæknivilla á þessu tímabili. Howard hefur fengið 16 tæknivillur en menn fá leikbann fyrir sextándu tækivilluna og svo eins leiks bann fyrir hverjar tvær tæknivillur sem bætast við.

Javier Hernández með tvö mörk í 3-1 sigri á Paragvæ

Manchester United maðurinn Javier Hernández skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik í 3-1 sigri Mexíkó á Paragvæ í æfingaleik í Oakland í Kaliforníu í nótt og þessi 22 ára strákur er í miklu markastuði þessa daganna eins og hefur sést í leikjum með United að undanförnu.

Keflavíkurkonur í lokaúrslitin í fimmtánda sinn - unnu KR 70-62

Keflavík tryggði sér sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn með átta stiga sigri á KR-konum, 70-62, í DHL-höllinni í kvöld. Þetta er í fimmtánda sinn sem Keflavíkurkonur spila til úrslita um titilinn en janframt í fyrsta sinn síðan 2007 sem KR-liðið fer ekki alla leið í úrslit. Keflavík vann tvo síðustu leiki einvígisins og þar með einvígið 3-1. Keflavík mætir Hamar eða Njarðvík í lokaúrslitunum en þau spila oddaleik í Hveragerði á þriðjudagskvöldið.

Framarar komnir á beinu brautina - burstuðu Hauka á Ásvöllum

Framarar eru greinilega búnir að hrista af sér slenið í N1 deild karla í handbolta því þeir fylgdu á eftir góðum sigri á Selfossi á fimmtudagskvöldið með því að vinna tólf marka stórsigur á Haukum á Ásvöllum í dag, 34-22.

Adriano kemur í stað Ronaldo hjá Corinthians

Brasilíski framherjinn Adriano hefur enn á ný sagt skilið við evrópska fótboltann og er á heimaleið frá Ítalíu. Roma sagði upp samningi hans eftir tíu mánuði fulla af eintómum vonbrigðum en Adriano fékk hinsvegar strax samning hjá brasilísla liðinu Corinthians.

Jón Arnór yfir tíu stigin sjötta leikinn í röð

Jón Arnór Stefánsson skoraði 10 stig á 28 mínútum þegar Granada tapaði 68-85 á útivelli á móti Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Þetta er sjötti leikurinn í röð sem Jón Arnór brýtur tíu stiga múrinn en hann gat þó ekki komið í veg fyrir þriðja tap Granada í röð.

Klose og Müller báðir með tvö mörk í sigri á Kasakstan

Miroslav Klose og Thomas Müller skoruðu báðir tvö mörk þegar Þýskaland vann 4-0 sigur á Kasakstan í A-riðli í undankeppni EM í Kaiserslautern í kvöld. Þýska liðið hefur unnið alla fimm leiki sína í undankeppninni og er með markatöluna 17-1.

Stefán Logi: Lærði það hjá Gumma Hreiðars að verja víti

Stefán Logi Magnússon fékk sitt fyrsta tækifæri í alvöru landsleik á Kýpur í kvöld og sá til þess öðrum fremur að íslenska liðið hélt marki sínu hreinu og náði í sitt fyrsta stig í undankeppni EM. Stefán Logi varði meðal annars vítaspyrnu á 21. mínútu leiksins og gerði það á glæsilegan hátt.

Huseklepp tryggði Norðmönnum jafntefli á móti Dönum

Norðmenn eru með þriggja stiga forskot á Portúgal og Danmörku í riðli Íslands eftir 1-1 jafntefli á móti Dönum á Ullevaal Stadion í Osló í kvöld. Danir urðu þó fyrstir til þess að taka stig af Norðmönnum í undankeppninni því norska liðið var búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína.

Hermann: Við töpuðum ekki og þú verður að byrja einhvers staðar

Hermann Hreiðarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, stóð í ströngu í markalausu jafntefli á móti Kýpur í kvöld en þetta var fyrsta stig íslenska liðsins í undankeppni EM. Kýpur fékk fullt af færum en íslenska vörnin með Hermann í fararbroddi hélt hreinu.

Ólafur: Þetta var kærkomið stig

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, fagnaði fyrsta stiginu í undankeppni EM eftir markalaust jafntefli á móti Kýpur í kvöld. Íslenska liðið hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum en náði nú í sitt fyrsta stig þó að liðið sitji ennþá á botni riðilsins.

Fyrsta stigið í höfn - Stefán Logi bjargaði stiginu á Kýpur

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði sínu fyrsta stigi í undankeppni EM þegar liðið gerði markalaust jafntefli á Kýpur í kvöld. Íslenska liðið átti undir högg að sækja stærsta hluta leiksins en fékk samt nokkur færi og hefði því getað stolið sigrinum.

Aron með sex mörk í sjö marka útisigri Kiel á Kolding

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu góðan sjö marka útisigur á danska liðinu Kolding, 36-29, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Kiel ætti að vera komið með annan fótinn inn í átta liða úrslitin.

Snorri Steinn með sex mörk í tíu marka sigri AG

AG Kaupmannahöfn vann tíu marka útisigur á HC Midtjylland, 37-27. í næst síðustu umferð deildarkeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. AG er fyrir löngu búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn enda með 14 stiga forskot á AaB Håndbold þegar aðeins einn leikur er eftir fyrir úrslitakeppni.

Bæði mörk Englendinga á fyrstu 15 mínútunum í 2-0 sigri á Wales

Englendingar komust á topp G-riðils í undankeppni EM í fótbolta eftir þægilegan 2-0 sigur á Wales á Millennium Stadium í Cardiff í dag. Englendingar litu út fyrir að ætla að bursta nágrana sína í upphafi leiks en létu sér nægja að skora tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútunum.

Mertesacker spenntur fyrir því að spila í enska boltanum

Þýski landsliðsmiðvörðurinn Per Mertesacker hefur mikinn áhuga á því að fá að reyna sig í enska úrvalsdeildinni en þessi 26 ára gamli leikmaður spilar með Werder Bremen. Hann verður í byrjunarliði Þýskalands á móti Kasakstan í undankeppni EM í kvöld.

Ísland síðasta landsliðið til að ná stigi af Spáni

Heims- og Evrópumeistarar Spánverja héldu áfram sigurgöngu sinni í undankeppni EM 2012 með því að vinna 2-1 sigur á Tékklandi í Granada í gær. David Villa gerði bæði mörkin í leiknum en þetta var átjándi sigur spænska liðsins í leik í undankeppnum HM eða EM.

Ferdinand forðaðist það að hitta Capello

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, segir að Rio Ferdinand hafi forðast sig þegar fréttist af því að Capello ætlaði taka af honum fyrirliðabandið í enska landsliðinu og láta John Terry fá það aftur. Capello þótti ekki skemmtilegt að horfa á hina ýmsu leikmenn liðsins skiptast á fyrirliðabandið á móti Dönum á dögunum á meðan Terry var enn inn á vellinum.

Scott Parker byrjar á móti Wales

Michael Dawson, Scott Parker, Frank Lampard, Jack Wilshere, Ashley Young og Darren Bent eru allir í byrjunarliði Englendinga á móti Wales i undankeppni EM en leikurinn verður í sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 15.00.

David Villa hljóp til Pepe Reina þegar hann bætti markamet Raul

David Villa sló í gær markamet Raul með spænska landsliðinu þegar hann skoraði sitt 45. og 46. mark fyrir landsliðið og tryggði liðinu 2-1 sigur á Tékkum í undankeppni EM. Villa náði þessu í sínum 72. landsleik en Raul skoraði á sínum tíma 44 mörk í 102 landsleikjum.

Rúrik: Hermann geðbilaður í hausnum

Stemningin hefur greinilega verið góð í herbúðum íslenska landsliðsins í knattspyrnu en það mætir í dag Kýpverjum ytra í undankeppni EM 2012.

Óheppnasti maðurinn á Old Trafford - Hargreaves nú meiddur á öxl

Það tekur eitt við af öðru hjá hinum óheppna Owen Hargreaves sem mun líklega ekki spila aftur með liði Manchester United. Hargreaves meiddist nú síðast á öxl á æfingu með United í gær og verður frá vegna þeirra meiðsla næstu fjórar vikurnar.

Guðjón sá eini sem hefur náð í stig í mars

Það eru liðin tæp ellefu ár síðan að íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði síðast í stig í marsmánuði í undankeppni EM eða HM. Liðið leikur sinn sjöunda mótsleik í mars á Kýpur í dag og reynir þar að ná í sín fyrstu stig í undankeppni EM 2012.

Stelpurnar unnu Króatíu í gær og mæta Spáni í dag

Íslenska 17 ára landslið kvenna í handbolta er að taka þátt í undankeppni fyrir EM í handvbolta en riðill íslenska liðsins fer fram í Víkinni um helgina. Stelpurnar byrjuðu vel með því að vinna 23-22 sigur á Króatíu í gær.

NBA: Wade og LeBron skoruðu saman 71 stig í sigri Miami

Stórstjörnunar voru í stuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Dwyane Wade skoraði 39 stig í sigri Miami á Philadelphia og LeBron James var með 32 stig, Kobe Bryant var með 37 stig í sigri Los Angeles Lakers á Clippers og Derrick Rose skoraði 7 síðustu stig Chicago í sigri á Memphis. Topplið San Antonio Spurs tapaði öðrum leiknum í röð án Tim Duncan og Boston missti Chicago frá sér eftir tap fyrir Charlotte.

Eggert: Taflan lýgur ekki

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segir það tímabært að liðið nái í sín fyrstu stig í undankeppni EM 2012.

Möguleikinn er til staðar á Kýpur

Það er ekki oft að tveir markverðir meiðast með fótboltalandsliðinu í sömu ferðinni en þegar ljóst varð á æfingu í gær að ökklinn á Ingvari Kale þyldi ekki álagið varð þjálfarinn að grípa til þess ráðs að hringja í fjórða markvörðinn.

Aron vill losna frá Coventry

Aron Einar Gunnarsson segir að það sé greinilega eitthvað misjafnt á gangi í félagi hans, Coventry í Englandi, og að hann vilji losna frá félaginu miðað við núverandi stöðu.

Chelsea kaupir sautján ára Brasilíumann

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest að félagið hafi samið við brasilíska miðvallarleikmanninn Lucas Piazon sem leikur með Sao Paolo í heimalandinu.

Vettel stakk af á lokæfingunni

Sebastian Vettel á Red Bull var langt á undan keppinautum sínum á síðustu æfingunni fyrir tímatökuna í Melbourne í Ástralíu í nótt. Hann varð 0.8 sekúndum á undan Mark Webber á Red Bull, sem er á heimavelli.

Æstur hundur hoppar á Þóru landsliðsmarkvörð

Þóra B. Helgadóttir landsliðsmarkvörður komst í hann krappann er hún stóð í marki liðs síns. LdB Malmö, gegn bandaríska liðinu Sky Blue FC í æfingamóti í Tyrklandi á dögunum. Þetta var æfingamót meistara.

Sjá næstu 50 fréttir