Fótbolti

Javier Hernández með tvö mörk í 3-1 sigri á Paragvæ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester United maðurinn Javier Hernández skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik í 3-1 sigri Mexíkó á Paragvæ í æfingaleik í Oakland í Kaliforníu í nótt og þessi 22 ára strákur er í miklu markastuði þessa daganna eins og hefur sést í leikjum með United að undanförnu.

Hernández kom Mexíkó í 1-0 með skallamarki á 14.mínútu (sjá myndband hér fyrir ofan) og skoraði síðan sitt annað mark af stuttu færi á 35. mínútu en áður hafði Andres Guardado komið Mexíkó í 2-0. Riveros minnkaði muninn fyrir Paragvæ í lokin en þá var Hernández löngu farinn útaf.

Javier Hernández hefur skoraði 10 mörk fyrir United í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann er líka búinn að skora 5 mörk fyrir landslið Mexíkó. Hernández hefur alls skoraði 14 mörk í 22 landsleikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×