Fleiri fréttir Umfjöllun: Frábær byrjun skilaði Keflavík sigri gegn KR Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna í kvöld og leiða því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlkur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi. 25.3.2011 20:57 Luiz er ekkert sérstaklega sleipur í enskunni Brasilíumaðurinn David Luiz er að slá í gegn hjá Chelsea en hann hefur komið sem stormsveipur inn í lið Chelsea og skorað góð mörk meðal annars. 25.3.2011 20:30 Ótrúleg frammistaða Íslendinganna í Sundsvall dugði ekki til Þrátt fyrir að Jakob Sigurðarson hafi skorað 29 stig fyrir Sundsvall Dragons í kvöld dugði það samt ekki til sigurs gegn Jämtland í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Logi Gunnarsson og félagar hans í Solna unnu nauman sigur á Norrköping á sama tíma. 25.3.2011 19:56 Cassano ber bara ábyrgð á sjálfum sér Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að það sé ekki hlutverk Antonio Cassano að bera landsliðið á bakinu. Hann segir það vera meira en nóg fyrir Cassano að hugsa um sjálfan sig. 25.3.2011 19:45 Pato slær sér upp með dóttur Berlusconi Brasilíumaðurinn Pato vinnur að því hörðum höndum að tryggja sér öruggt sæti í byrjunarliði AC Milan. Það skemmir eflaust ekkert fyrir möguleikum hans að hann sé kominn á fast með dóttur Silvio Berlusconi, eiganda félagsins. 25.3.2011 19:00 Ancelotti ætlar aldrei að þjálfa lið Inter Milan Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, þarf að svara spurningum um framtíð sína hjá Chelsea á hverjum einasta blaðamannafundi sem hann heldur þessa dagana. Það eru nefnilega miklar vangaveltur um framtíð hans á Brúnni og hefur hann verið orðaður við mörg ítölsk félög að undanförnu. Ancelotti segir þó ekki koma til greina að fara til eins félags - nágranna AC Milan í Inter. 25.3.2011 18:45 Heynckes tekur við Bayern í sumar Jupp Heynckes hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri þýska stórliðsins Bayern München og mun hann taka við starfinu í sumar. 25.3.2011 18:44 Ívar og Halldór Kristinn fengu tveggja leikja bann Framarinn Ívar Björnsson og Halldór Kristinn Halldórsson, leikmaður Vals, voru í dag úrskurðaðir í tveggja leikja bann vegna brottvísun þeirra í leik liðanna í Lengjubikarnum í síðustu viku. 25.3.2011 18:00 Nýr Kani með Keflavík í kvöld Keflvíkingar hafa fengið nýjan bandarískan leikmann fyrir leik liðanna gegn KR í undanúrslitarimmu liðanna í Iceland Express-deild kvenna. Það er karfan.is sem greinir frá þessu. 25.3.2011 17:34 Brown reifst við Ferguson og líklega á förum Það virðist flest benda til þess að varnarmaðurinn Wes Brown sé á förum frá Man. Utd. Hann lenti í heiftarlegu rifrildi við Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, og slíkt lifa fáir leikmenn af. 25.3.2011 17:15 Gylfi: Markmiðið alltaf að skora Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segist alltaf stefna að því að skora í sínum leikjum - sama hver andstæðingurinn sé. 25.3.2011 16:49 Tottenham vill framlengja við Gallas Forráðamenn Tottenham eru afar ánægðir með frammistöðu Frakkans William Gallas og vilja gera nýjan samning við leikmanninn. 25.3.2011 16:45 Haraldur kallaður til Kýpur Haraldur Björnsson, markvörður íslenska U-21 landsliðsins, hefur verið kallaður í A-landsliðið vegna meiðsla þeirra Gunnleifs Gunnleifssonar og Ingvars Þórs Kale. 25.3.2011 16:41 Hemmi barði af sér fimm landsliðsfélaga Það þarf greinilega meira en fimm fílhrausta karlmenn til að yfirbuga landsliðsfyrirliðann Hermann Hreiðarsson. 25.3.2011 15:42 Bale fór ekki meiddur til landsliðsins Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir það ekki vera rétt að Gareth Bale hafi mætt í æfingabúðir welska landsliðsins meiddur. 25.3.2011 15:30 Formúla 1 send út í háskerpu í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport um helgina Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður sent út í háskerpu á Stöð 2 Sport um helgina og tímatakan, kappaksturinn og þátturinn Endamarkið verða í opinni dagskrá. 25.3.2011 14:54 Redknapp: Myndi ekki selja Modric fyrir einn milljarð punda Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að það komi aldrei til greina að selja Króatann Luka Modric frá félaginu sama hvað lið munu bjóða í hann. Hinn 25 ára miðjumaður hefur verið orðaður við Manchester United og Chelsea að undanförnu. 25.3.2011 14:15 Stefán Logi í markinu - byrjunarliðið klárt á móti Kýpur Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Kýpur í undankeppni EM á morgun, laugardaginn 26. mars. Leikurinn hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 25.3.2011 14:12 Adamshick ristarbrotin og ekki meira með Keflavík Kvennalið Keflavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir miklu áfall því bandaríski leikmaðurinn Jacquline Adamshick, sem hefur farið á kostum í vetur, er ristarbrotin og verður ekkert með meira með liðinu í úrslitakeppninni. Karfan.is segir frá þessu. 25.3.2011 14:00 Heynckes tekur við Bayern í þriðja skiptið á ferlinum FC Bayern staðfesti í dag að Jupp Heynckes muni taka við liðinu næsta sumar. Þessi ráðning hefur legið í loftinu í nokkurn tíma. 25.3.2011 13:30 Ólafur á bara að spila stóru leikina með AG Jesper Nielsen vill spara Ólaf Stefánsson fyrir stóru leikina þegar íslenski landsliðsmaðurinn fer að spila með danska liðinu AG Kaupmannahöfn á næsta tímabili. Jesper hefur mikla trú á Ólafi sem fagnar 38 ára afmæli sínu næsta sumar og sér hann sem mikilvægan leikmann fyrir nýja súper-liðið sem hann er að sitja saman. 25.3.2011 13:00 Jósef, Eiður Aron og Guðmundur Reynir fara ekki til Englands Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðsins, þurfti að gera breytingar á hópnum sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á mánudaginn en íslenska liðið tapaði 2-3 á móti Úkraínu í gærkvöldi. 25.3.2011 12:45 Beckham fær aftur fyrirliðabandið hjá LA Galaxy David Beckham er orðinn fyrirliði hjá Los Angeles Galaxy á ný en hann ber fyrirliðabandið í fyrsta sinn í þrjú ár þegar liðið mætir Real Salt Lake í MLS-deildinni á morgun. 25.3.2011 12:15 Juventus-ævintýrið byrjar ekki vel hjá Herði Björgvini Hörður Björgvin Magnússon, Framari og núverandi leikmaður Juventus á Ítalíu, reif liðþófa í hné á æfingu liðsins á dögunum og gæti verið frá í allt að tvo mánuði. Þetta kemur fram á fótbolti.net. 25.3.2011 12:00 Sunnudagsmessan: Framherjar Tottenham eru hálf getulausir "Tottenham getur ekki skorað á heimavelli en liði hefur aðeins gert 19 mörk í 14 leikjum. Það er ástæðan fyrir því að þeir geta ekki keppt um titilinn,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Sunnudagsmessunni í Stöð 2 sport 2 og telur hann að framherjar liðsins séu hálf getulausir. 25.3.2011 11:45 Luis Suarez gerir lítið úr nárameiðslunum sínum Luis Suarez, framherji Liverpool, hefur ekki miklar áhyggjur af nárameiðslunum sem hann varð fyrir í 2-0 sigri Liverpool á Sunderland um síðustu helgi. Suarez gat af þeim sökum ekki spilað með landsliði Úrúgvæ. 25.3.2011 11:30 Jesper Nielsen: Búinn að ganga frá Ólafi, Bielecki og Lijewski Jesper Nielsen, eigandi AG Kaupmannahöfn, staðfesti það í viðtalsþættinum HåndboldDebatten á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í gærkvöldi að hann væri búinn að ganga frá samningum við þá Ólaf Stefánsson, Karol Bielecki og Krzysztof Lijewski um að þeir spili með danska liðinu á næsta tímabili. 25.3.2011 11:00 Nani: Sir Alex leyfir mér ekki að gera mikið Nani hjá Manchester United hefur kvartað undan alltof miklum aga í spilamennsku United-liðsins og segist ekki fá að njóta sín næginlega mikið í leik liðsins. Nani hefur engu að síður átt mjög gott tímabil enda með 9 mörk og 17 stoðsendingar í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíðarinnar. 25.3.2011 10:30 Hinn spjaldaglaði Sigurhjörtur spjaldalaus í gær Knattspyrnudómarinn Sigurhjörtur Snorrason komst í fréttirnar fyrir viku þegar hann gaf sjö rauð spjöld í leik Fram og Vals í Lengjubikarnum en það var allt annað upp á tengingnum í Egilshöllinni í gærkvöldi. 25.3.2011 10:00 Gunnleifur er meiddur í baki - óvíst með framhaldið á Kýpur Gunnleifur Gunnleifsson markvörður íslenska landsliðsins er meiddur í baki og óvíst hvort hann getur verið með á lokaæfingunni í kvöld. Ísland mætir Kýpur á morgun í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu en Ísland er án stiga í riðlinum eftir þrjá leiki en Kýpur er með eitt stig. 25.3.2011 09:46 Pearce ætlar að nota Wilshere og Carroll á EM undir 21 árs í sumar Stuart Pearce, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, hefur í hyggju samkvæmt heimildum The Guardian að velja bæði Jack Wilshere og Andy Carroll í enska 21 árs landsliðið fyrir EM í Danmörku í sumar. 25.3.2011 09:30 NBA: Ellefta 50 sigra tímabil Dallas Mavericks í röð Það var rólegt í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar það fóru aðeins fram tveir leikir. Dallas vann Minnesota Timberwolves og varð því fimmta liðið til þess að vinna 50 leiki í vetur og New Orleans Hornets hafði betur gegn Utah Jazz eftir framlengingu. 25.3.2011 09:00 Eyjólfur: Margt jákvætt við okkar leik Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðs Íslands, var ánægður með leik sinna manna í gær þrátt fyrir 3-2 tap fyrir Úkraínu í vináttulandsleik ytra. Leikurinn var liður í undirbúningi beggja liða fyrir EM í Danmörku í sumar. 25.3.2011 08:00 Button og Hamilton á toppnum á McLaren í Melbourne McLaren ökumennirnir Jenson Button og Lewis Hamilton voru fljótastir á seinni æfingu Formúlu 1 liða í nótt, á götubrautinni í Melbourne í Ástralíu. Á fyrri æfingurnni var Mark Webber á Red Bull fljótastur á undan félaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull. 25.3.2011 07:29 Ætla að framleiða gerviský fyrir HM í Katar Síðan það var tilkynnt að heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fari fram í Katar árið 2022 hafa margir í knattspyrnuheiminum lýst yfir miklum áhyggjum af því að spila í þeim mikla hita sem er á þessu svæði yfir sumarmánuðina. 25.3.2011 07:00 Etuhu dæmdur í átta mánaða fangelsi Knattspyrnumaðurinn Kelvin Etuhu var í gær dæmdur í átta mánðaða fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað í febrúar á síðasta ári. 25.3.2011 06:00 Webber fljótastur á fyrstu æfingunni Heimamaðurinn Mark Webber á Red Bull var sneggstur um Albert Park brautina í Melboourne, á æfingu fyrir fyrsta kappakstur ársins í Ástralíu í nótt samkvæmt frétt á autosport.com. 25.3.2011 04:35 Björgvin Páll með stórleik í glæsilegum sigri á Montpellier - myndband Svissneskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir frammistöðu landsliðsmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar er lið hans, Kadetten Schaffhausen, vann glæsilegan fimm marka sigur á franska liðinu Montpellier í kvöld, 31-26. 24.3.2011 22:43 Gazza segir frá lífi sínu á leiksviði Partyboltinn Paul Gascoigne deyr ekki ráðalaus þegar hann hefur lítið að gera. Hann hefur nú ákveðið að ferðast um Bretlandseyjar með sýningu þar sem hann segir frá skrautlegu lífi sínu. 24.3.2011 23:30 Bale ætti að ná leiknum gegn Real Madrid Gary Speed, landsliðsþjálfari Wales, telur að Gareth Bale þurfi aðeins um tíu daga til að jafna sig á meiðslum sínum. 24.3.2011 22:45 Pálmar: Kominn tími á að ég myndi geta eitthvað Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson, markvörður FH, gerði sínum gömlu félögum í Val engan greiða í kvöld þegar hann afgreiddi þá í Krikanum og svo gott sem sá til þess að Valur fer ekki í úrslitakeppnina í ár. 24.3.2011 22:22 Hlynur: Pálmar klárar leikinn fyrir FH Hlynur Morthens, markvörður Vals, stóð vaktina ágætlega í kvöld en það dugði ekki til því FH vann leikinn og svo gott sem gerði út um vonir Valsmanna á því að komast í úrslitakeppnina. 24.3.2011 22:12 Freyr og Tjörvi: Sanngjarnt jafntefli Tveir bestu menn Hauka voru nokkuð sáttir eftir jafntefli við Akureyri í kvöld. Leikurinn var spennandi en lauk með jafntefli, 29-29. 24.3.2011 21:38 Guðlaugur: Hef ekki áhyggjur af vörninni Guðlaugur Arnarsson var í baráttunni í miðri vörn Akureyrar í kvöld sem gerði 29-29 jafntefli við Hauka. Hann viðurkennir að varnarleikurinn hafi alls ekki verið nógu góður. 24.3.2011 21:25 Sverrir: Vorum ekki tilbúin „Liðið var greinilega ekki tilbúið," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur eftir 83-47 tap gegn Hamar í kvöld. 24.3.2011 21:24 Sjá næstu 50 fréttir
Umfjöllun: Frábær byrjun skilaði Keflavík sigri gegn KR Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna í kvöld og leiða því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlkur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi. 25.3.2011 20:57
Luiz er ekkert sérstaklega sleipur í enskunni Brasilíumaðurinn David Luiz er að slá í gegn hjá Chelsea en hann hefur komið sem stormsveipur inn í lið Chelsea og skorað góð mörk meðal annars. 25.3.2011 20:30
Ótrúleg frammistaða Íslendinganna í Sundsvall dugði ekki til Þrátt fyrir að Jakob Sigurðarson hafi skorað 29 stig fyrir Sundsvall Dragons í kvöld dugði það samt ekki til sigurs gegn Jämtland í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Logi Gunnarsson og félagar hans í Solna unnu nauman sigur á Norrköping á sama tíma. 25.3.2011 19:56
Cassano ber bara ábyrgð á sjálfum sér Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að það sé ekki hlutverk Antonio Cassano að bera landsliðið á bakinu. Hann segir það vera meira en nóg fyrir Cassano að hugsa um sjálfan sig. 25.3.2011 19:45
Pato slær sér upp með dóttur Berlusconi Brasilíumaðurinn Pato vinnur að því hörðum höndum að tryggja sér öruggt sæti í byrjunarliði AC Milan. Það skemmir eflaust ekkert fyrir möguleikum hans að hann sé kominn á fast með dóttur Silvio Berlusconi, eiganda félagsins. 25.3.2011 19:00
Ancelotti ætlar aldrei að þjálfa lið Inter Milan Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, þarf að svara spurningum um framtíð sína hjá Chelsea á hverjum einasta blaðamannafundi sem hann heldur þessa dagana. Það eru nefnilega miklar vangaveltur um framtíð hans á Brúnni og hefur hann verið orðaður við mörg ítölsk félög að undanförnu. Ancelotti segir þó ekki koma til greina að fara til eins félags - nágranna AC Milan í Inter. 25.3.2011 18:45
Heynckes tekur við Bayern í sumar Jupp Heynckes hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri þýska stórliðsins Bayern München og mun hann taka við starfinu í sumar. 25.3.2011 18:44
Ívar og Halldór Kristinn fengu tveggja leikja bann Framarinn Ívar Björnsson og Halldór Kristinn Halldórsson, leikmaður Vals, voru í dag úrskurðaðir í tveggja leikja bann vegna brottvísun þeirra í leik liðanna í Lengjubikarnum í síðustu viku. 25.3.2011 18:00
Nýr Kani með Keflavík í kvöld Keflvíkingar hafa fengið nýjan bandarískan leikmann fyrir leik liðanna gegn KR í undanúrslitarimmu liðanna í Iceland Express-deild kvenna. Það er karfan.is sem greinir frá þessu. 25.3.2011 17:34
Brown reifst við Ferguson og líklega á förum Það virðist flest benda til þess að varnarmaðurinn Wes Brown sé á förum frá Man. Utd. Hann lenti í heiftarlegu rifrildi við Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, og slíkt lifa fáir leikmenn af. 25.3.2011 17:15
Gylfi: Markmiðið alltaf að skora Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segist alltaf stefna að því að skora í sínum leikjum - sama hver andstæðingurinn sé. 25.3.2011 16:49
Tottenham vill framlengja við Gallas Forráðamenn Tottenham eru afar ánægðir með frammistöðu Frakkans William Gallas og vilja gera nýjan samning við leikmanninn. 25.3.2011 16:45
Haraldur kallaður til Kýpur Haraldur Björnsson, markvörður íslenska U-21 landsliðsins, hefur verið kallaður í A-landsliðið vegna meiðsla þeirra Gunnleifs Gunnleifssonar og Ingvars Þórs Kale. 25.3.2011 16:41
Hemmi barði af sér fimm landsliðsfélaga Það þarf greinilega meira en fimm fílhrausta karlmenn til að yfirbuga landsliðsfyrirliðann Hermann Hreiðarsson. 25.3.2011 15:42
Bale fór ekki meiddur til landsliðsins Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir það ekki vera rétt að Gareth Bale hafi mætt í æfingabúðir welska landsliðsins meiddur. 25.3.2011 15:30
Formúla 1 send út í háskerpu í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport um helgina Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður sent út í háskerpu á Stöð 2 Sport um helgina og tímatakan, kappaksturinn og þátturinn Endamarkið verða í opinni dagskrá. 25.3.2011 14:54
Redknapp: Myndi ekki selja Modric fyrir einn milljarð punda Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að það komi aldrei til greina að selja Króatann Luka Modric frá félaginu sama hvað lið munu bjóða í hann. Hinn 25 ára miðjumaður hefur verið orðaður við Manchester United og Chelsea að undanförnu. 25.3.2011 14:15
Stefán Logi í markinu - byrjunarliðið klárt á móti Kýpur Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Kýpur í undankeppni EM á morgun, laugardaginn 26. mars. Leikurinn hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 25.3.2011 14:12
Adamshick ristarbrotin og ekki meira með Keflavík Kvennalið Keflavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir miklu áfall því bandaríski leikmaðurinn Jacquline Adamshick, sem hefur farið á kostum í vetur, er ristarbrotin og verður ekkert með meira með liðinu í úrslitakeppninni. Karfan.is segir frá þessu. 25.3.2011 14:00
Heynckes tekur við Bayern í þriðja skiptið á ferlinum FC Bayern staðfesti í dag að Jupp Heynckes muni taka við liðinu næsta sumar. Þessi ráðning hefur legið í loftinu í nokkurn tíma. 25.3.2011 13:30
Ólafur á bara að spila stóru leikina með AG Jesper Nielsen vill spara Ólaf Stefánsson fyrir stóru leikina þegar íslenski landsliðsmaðurinn fer að spila með danska liðinu AG Kaupmannahöfn á næsta tímabili. Jesper hefur mikla trú á Ólafi sem fagnar 38 ára afmæli sínu næsta sumar og sér hann sem mikilvægan leikmann fyrir nýja súper-liðið sem hann er að sitja saman. 25.3.2011 13:00
Jósef, Eiður Aron og Guðmundur Reynir fara ekki til Englands Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðsins, þurfti að gera breytingar á hópnum sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á mánudaginn en íslenska liðið tapaði 2-3 á móti Úkraínu í gærkvöldi. 25.3.2011 12:45
Beckham fær aftur fyrirliðabandið hjá LA Galaxy David Beckham er orðinn fyrirliði hjá Los Angeles Galaxy á ný en hann ber fyrirliðabandið í fyrsta sinn í þrjú ár þegar liðið mætir Real Salt Lake í MLS-deildinni á morgun. 25.3.2011 12:15
Juventus-ævintýrið byrjar ekki vel hjá Herði Björgvini Hörður Björgvin Magnússon, Framari og núverandi leikmaður Juventus á Ítalíu, reif liðþófa í hné á æfingu liðsins á dögunum og gæti verið frá í allt að tvo mánuði. Þetta kemur fram á fótbolti.net. 25.3.2011 12:00
Sunnudagsmessan: Framherjar Tottenham eru hálf getulausir "Tottenham getur ekki skorað á heimavelli en liði hefur aðeins gert 19 mörk í 14 leikjum. Það er ástæðan fyrir því að þeir geta ekki keppt um titilinn,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Sunnudagsmessunni í Stöð 2 sport 2 og telur hann að framherjar liðsins séu hálf getulausir. 25.3.2011 11:45
Luis Suarez gerir lítið úr nárameiðslunum sínum Luis Suarez, framherji Liverpool, hefur ekki miklar áhyggjur af nárameiðslunum sem hann varð fyrir í 2-0 sigri Liverpool á Sunderland um síðustu helgi. Suarez gat af þeim sökum ekki spilað með landsliði Úrúgvæ. 25.3.2011 11:30
Jesper Nielsen: Búinn að ganga frá Ólafi, Bielecki og Lijewski Jesper Nielsen, eigandi AG Kaupmannahöfn, staðfesti það í viðtalsþættinum HåndboldDebatten á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í gærkvöldi að hann væri búinn að ganga frá samningum við þá Ólaf Stefánsson, Karol Bielecki og Krzysztof Lijewski um að þeir spili með danska liðinu á næsta tímabili. 25.3.2011 11:00
Nani: Sir Alex leyfir mér ekki að gera mikið Nani hjá Manchester United hefur kvartað undan alltof miklum aga í spilamennsku United-liðsins og segist ekki fá að njóta sín næginlega mikið í leik liðsins. Nani hefur engu að síður átt mjög gott tímabil enda með 9 mörk og 17 stoðsendingar í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíðarinnar. 25.3.2011 10:30
Hinn spjaldaglaði Sigurhjörtur spjaldalaus í gær Knattspyrnudómarinn Sigurhjörtur Snorrason komst í fréttirnar fyrir viku þegar hann gaf sjö rauð spjöld í leik Fram og Vals í Lengjubikarnum en það var allt annað upp á tengingnum í Egilshöllinni í gærkvöldi. 25.3.2011 10:00
Gunnleifur er meiddur í baki - óvíst með framhaldið á Kýpur Gunnleifur Gunnleifsson markvörður íslenska landsliðsins er meiddur í baki og óvíst hvort hann getur verið með á lokaæfingunni í kvöld. Ísland mætir Kýpur á morgun í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu en Ísland er án stiga í riðlinum eftir þrjá leiki en Kýpur er með eitt stig. 25.3.2011 09:46
Pearce ætlar að nota Wilshere og Carroll á EM undir 21 árs í sumar Stuart Pearce, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, hefur í hyggju samkvæmt heimildum The Guardian að velja bæði Jack Wilshere og Andy Carroll í enska 21 árs landsliðið fyrir EM í Danmörku í sumar. 25.3.2011 09:30
NBA: Ellefta 50 sigra tímabil Dallas Mavericks í röð Það var rólegt í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar það fóru aðeins fram tveir leikir. Dallas vann Minnesota Timberwolves og varð því fimmta liðið til þess að vinna 50 leiki í vetur og New Orleans Hornets hafði betur gegn Utah Jazz eftir framlengingu. 25.3.2011 09:00
Eyjólfur: Margt jákvætt við okkar leik Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðs Íslands, var ánægður með leik sinna manna í gær þrátt fyrir 3-2 tap fyrir Úkraínu í vináttulandsleik ytra. Leikurinn var liður í undirbúningi beggja liða fyrir EM í Danmörku í sumar. 25.3.2011 08:00
Button og Hamilton á toppnum á McLaren í Melbourne McLaren ökumennirnir Jenson Button og Lewis Hamilton voru fljótastir á seinni æfingu Formúlu 1 liða í nótt, á götubrautinni í Melbourne í Ástralíu. Á fyrri æfingurnni var Mark Webber á Red Bull fljótastur á undan félaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull. 25.3.2011 07:29
Ætla að framleiða gerviský fyrir HM í Katar Síðan það var tilkynnt að heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fari fram í Katar árið 2022 hafa margir í knattspyrnuheiminum lýst yfir miklum áhyggjum af því að spila í þeim mikla hita sem er á þessu svæði yfir sumarmánuðina. 25.3.2011 07:00
Etuhu dæmdur í átta mánaða fangelsi Knattspyrnumaðurinn Kelvin Etuhu var í gær dæmdur í átta mánðaða fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað í febrúar á síðasta ári. 25.3.2011 06:00
Webber fljótastur á fyrstu æfingunni Heimamaðurinn Mark Webber á Red Bull var sneggstur um Albert Park brautina í Melboourne, á æfingu fyrir fyrsta kappakstur ársins í Ástralíu í nótt samkvæmt frétt á autosport.com. 25.3.2011 04:35
Björgvin Páll með stórleik í glæsilegum sigri á Montpellier - myndband Svissneskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir frammistöðu landsliðsmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar er lið hans, Kadetten Schaffhausen, vann glæsilegan fimm marka sigur á franska liðinu Montpellier í kvöld, 31-26. 24.3.2011 22:43
Gazza segir frá lífi sínu á leiksviði Partyboltinn Paul Gascoigne deyr ekki ráðalaus þegar hann hefur lítið að gera. Hann hefur nú ákveðið að ferðast um Bretlandseyjar með sýningu þar sem hann segir frá skrautlegu lífi sínu. 24.3.2011 23:30
Bale ætti að ná leiknum gegn Real Madrid Gary Speed, landsliðsþjálfari Wales, telur að Gareth Bale þurfi aðeins um tíu daga til að jafna sig á meiðslum sínum. 24.3.2011 22:45
Pálmar: Kominn tími á að ég myndi geta eitthvað Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson, markvörður FH, gerði sínum gömlu félögum í Val engan greiða í kvöld þegar hann afgreiddi þá í Krikanum og svo gott sem sá til þess að Valur fer ekki í úrslitakeppnina í ár. 24.3.2011 22:22
Hlynur: Pálmar klárar leikinn fyrir FH Hlynur Morthens, markvörður Vals, stóð vaktina ágætlega í kvöld en það dugði ekki til því FH vann leikinn og svo gott sem gerði út um vonir Valsmanna á því að komast í úrslitakeppnina. 24.3.2011 22:12
Freyr og Tjörvi: Sanngjarnt jafntefli Tveir bestu menn Hauka voru nokkuð sáttir eftir jafntefli við Akureyri í kvöld. Leikurinn var spennandi en lauk með jafntefli, 29-29. 24.3.2011 21:38
Guðlaugur: Hef ekki áhyggjur af vörninni Guðlaugur Arnarsson var í baráttunni í miðri vörn Akureyrar í kvöld sem gerði 29-29 jafntefli við Hauka. Hann viðurkennir að varnarleikurinn hafi alls ekki verið nógu góður. 24.3.2011 21:25
Sverrir: Vorum ekki tilbúin „Liðið var greinilega ekki tilbúið," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur eftir 83-47 tap gegn Hamar í kvöld. 24.3.2011 21:24