Fótbolti

Bæði mörk Englendinga á fyrstu 15 mínútunum í 2-0 sigri á Wales

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Englendingar fagna hér fyrra markinu sem Frank Lampard skoraði.
Englendingar fagna hér fyrra markinu sem Frank Lampard skoraði. Mynd/AP
Englendingar komust á topp G-riðils í undankeppni EM í fótbolta eftir þægilegan 2-0 sigur á Wales á Millennium Stadium í Cardiff í dag. Englendingar litu út fyrir að ætla að bursta nágrana sína í upphafi leiks en létu sér nægja að skora tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútunum.

Englendingar náðu Svartfjallalandi að stigum með þessum sigri og fara upp fyrir þá og í toppsætið á hagstæðari markatölu. Wales er hinsvegar áfram stigalaust á botni riðilsins og hefur aðeins skoraði eitt mark í átta leikjum.

Það tók Englendinga aðeins sjö mínútur að skora markið en það gerði Frank Lampard af öryggi úr víti sem var dæmt fyrir brot James Collins á Ashley Young. Þeir Collins og Young eru samherjar hjá Aston Villa. John Terry átti mikinn þátt í markinu en hann brunaði upp völlinn, fór í þríhyrningaspil við Ashley Cole og kom boltanum síðan á Young.

Darren Bent skoraði annað markið á 15. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Ashley Young en hafði þá fengið langa sendingu upp kantinn frá Glenn Johnson.

Englendingar hefði auðveldlega geta nýtt yfirburði sína til þess að bæta við mörkum en eftir frábæra byrjun róaðist leikurinn og enska liðið var í hlutlausum í seinni háfleiknum.





England-Wales 2-01-0 Frank Lampard, víti (7.)

2-0 Darren Bent (15.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×