Enski boltinn

Ramires er kallaður Ramidinho í búningsklefa Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Chelsea fagna Ramires.
Leikmenn Chelsea fagna Ramires. Mynd/AP
Ramires talar um það að stjóri hans hjá Chelsea, Ítalinn Carlo Ancelotti, segir honum að hann eigi möguleika á því að verða besti Brasilíumaðurinn sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. Betri en menn eins og Juninho, Emerson og Gilberto Silva.

Ramires segist líka vera kominn með gælunafn innan Chelsea-liðsins en félagar hans í liðinu kalla hann nú Ramidinho. „Ég er mjög ánægður með þetta því Ronaldinho var alltaf uppáhaldsleikmaðruinn minn," sagði Ramires.

„Stjórinn min hjá Chelsea er stuðningsmaður minn númer eitt. Hann hefur sagt við mig að ég geti orðið besti Brasilíumaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ég vissi það samt alltaf að það tæki mig tíma að aðlagast ensku deildinni því allir Brasilíumenn sleppur við það," sagði Ramires.

„Ég ný þess að vera hjá Chelsea og ætla að reyna að bæta mig og vinna einhverja titla með félaginu," sagði Ramires.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×