Handbolti

Aron með sex mörk í sjö marka útisigri Kiel á Kolding

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson fagnar hér með félögum sínum í Kiel.
Aron Pálmarsson fagnar hér með félögum sínum í Kiel. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu góðan sjö marka útisigur á danska liðinu Kolding, 36-29, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Kiel ætti að vera komið með annan fótinn inn í átta liða úrslitin.

Kolding hélt í við Kiel í fyrri hálfleiknum en staðan var 17-16 fyrir Kiel í hálfleik. Aron Pálmarsson átti fínan leik og skoraði sex mörk eins og sænski línumaðurinn Marcus Ahlm en Filip Jicha  var markahæstur með 9 mörk þar af komu tvö marka hans úr vítum.

Þýska liðið Flensburg-Handewitt vann á sama tíma 37-36 útisigur á ungverska liðinu Pick Szeged eftir að hafa verið 9-12 undir í hálfleik. Markahæstur hjá Flensburg var Daninn Anders Eggert Jensen með átta mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×