Fótbolti

Klose og Müller báðir með tvö mörk í sigri á Kasakstan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miroslav Klose fagnar marki í kvöld.
Miroslav Klose fagnar marki í kvöld. Mynd/AP
Miroslav Klose og Thomas Müller skoruðu báðir tvö mörk þegar Þýskaland vann 4-0 sigur á Kasakstan í A-riðli í undankeppni EM í Kaiserslautern í kvöld. Þýska liðið hefur unnið alla fimm leiki sína í undankeppninni og er með markatöluna 17-1.

Miroslav Klose skoraði fyrsta markið eftir þrjár mínútur eftir aukaspyrnu Bastian Schweinsteiger og Mesut Özil lagði síðan upp tvö mörk fyrir Thomas Müller á 25. og 43.mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Fyrra mark Müller var með skalla.

Miroslav Klose innsiglaði síðan sigurinn á 88. mínútu með sínu öðru marki og því 61. í 107 landsleikjum fyrir Þýskaland. Hann vantar nú aðeins sjö mörk til þess að jafna markamet Gerd Müller en Klose er þegar búinn að skora átta mörk í undankeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×