Fótbolti

Huseklepp tryggði Norðmönnum jafntefli á móti Dönum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dennis Rommedahl fagnar marki sínu í kvöld.
Dennis Rommedahl fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/AFP
Norðmenn eru með þriggja stiga forskot á Portúgal og Danmörku í riðli Íslands eftir 1-1 jafntefli á móti Dönum á Ullevaal Stadion í Osló í kvöld.  Danir urðu þó fyrstir til þess að taka stig af Norðmönnum í undankeppninni því norska liðið var búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína.

Dennis Rommedahl kom Dönum yfir á 27. mínútu og þannig var staðan þangað til níu mínútum fyrir leiksloka að Erik Huseklepp jafnaði eftir skyndisókn og endingu frá varamanninum Daniel Braaten.

Danir eru með jafnmörg stig og Portúgalir en sitja í þriðja sæti riðilsins af því að þeir eru með lakari markatölu. Þessi úrslit þýða að Danir verða að vinna þegar þeir mæta í Laugardalinn í sumar en það er þeirra næsti leikur. Norðmenn spila hinsvegar næst við Portúgal á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×