Enski boltinn

Suarez: Hraðinn í enska boltanum er mun meiri en á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez fagnar hér marki sínu á móti Sunderland á dögunum.
Luis Suarez fagnar hér marki sínu á móti Sunderland á dögunum. Mynd/AP
Luis Suarez hefur stimplað sig vel inn hjá enska liðinu Liverpool og virðist finna sig vel á Englandi þrátt fyrir að tala sjálfur um það að hann hafi aldrei spilað í svona hröðum bolta áður. Suarez segist hinsvegar fá meira pláss til að athafna sig og það komi sér vel fyrir hann.

„Ég hef aldrei spilað í svona hröðum bolta áður og hann er ekki líkur neinu því sem ég er vanur. Þetta er allt öðruvísi en í Hollandi, öðruvísi en í Úrúgvæ og öðruvísi en á HM. Hraðinn í enska boltanum er mun meiri," sagði Luis Suarez.

„Þetta er stór deild og hún fer sínar eigin leiðir. Þú verður að vera sterkur og tilbúinn að láta finna fyrir þér. Maður verður líka að vera tilbúinn að aðlagast því hvernig leikurinn er spilaður hér," sagði Suarez. Hann er með 2 mörk og 3 stoðsendingar í fyrstu fimm leikjum sínum í ensku deildinni.

„Það er oft mjög þröngt og lítið pláss til að vinna með í öðrum deildum en maður fær nóg pláss hér. Ég hef mjög gaman af því," sagði Luis Suarez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×