Fótbolti

Eggert Gunnþór: Jákvætt að ná stigi út úr erfiðum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson. Mynd/AP
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn á miðju íslenska liðsins í markalausu jafntefli á Kýpur í kvöld en þetta var fyrsta stig íslenska liðsins í undankeppni EM. Eggert var nokkuð sáttur með uppskeruna í leikslok.

„Það var jákvætt að ná stigi út úr erfiðum leik. Þetta var sérstaklega erfitt í fyrri hálfleik þegar við vorum að hlaupa mikið. Við vorum þá ekki að gera næginlega góða hluti með boltann. Kannski var það af því að við vorum að taka of mikið af óþarfa hlaupum," sagði Eggert Gunnþór Jónsson í viðtali við Arnar Björnsson á Stöð 2 Sport eftir leik.

„Í seinni hálfleik vorum við að ná boltanum niður og spila honum á milli okkar. Við vorum að opna þá margoft og vorum óheppnir að ná ekki marki í lokin en stigið var jákvætt og það er meira en við höfum fengið hingað til. Við verðum að byggja ofan á það," sagði Eggert Gunnþór.

„Leikurinn þróaðist þannig að við vorum að leyfa þeim að vera meira með boltann. Mér fannst við eiga fleiri betri færi en þeir en þeir voru meira með boltann. Við lögðum upp með það og í lokin eru jafntefli kannski sanngjörn úrslit," sagði Eggert.

„Það var mikil vinnsla á okkur og þeir voru mikið í því að senda stuttar sendingar. Það var gaman að spila þennan leik en þetta var mikil vinnsla," sagði Eggert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×