Enski boltinn

Scott Parker byrjar á móti Wales

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott Parker.
Scott Parker. Mynd/Nordic Photos/Getty
Michael Dawson, Scott Parker, Frank Lampard, Jack Wilshere, Ashley Young og Darren Bent eru allir í byrjunarliði Englendinga á móti Wales i undankeppni EM en leikurinn verður í sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 15.00.

Gareth Barry, Peter Crouch og Aaron Lennon komast hinsvegar ekki í leikmannahópinn hjá enska landsliðinu í dag.

Darren Bent, Wayne Rooney og Ashley Young mynda væntanlega þriggja manna framlínu og Frank Lampard, Jack Wilshere og Scott Parker verða saman á miðjunni.

Leikurinn fer fram á Millennium Stadium í Cardiff. England vann 1-0 sigur á Wales á sigurmarki frá Joe Cole þegar þjóðirnar mættust síðast.





Byrjunarlið Englendinga á móti Wales:Byrjunarliðið: Hart, Johnson, Cole, Parker, Dawson, Terry, Lampard, Wilshere, Bent, Rooney, Young.

Varamenn: Green, Jagielka, Lescott, Milner, Downing, Defoe, Carroll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×