Enski boltinn

Chelsea kaupir sautján ára Brasilíumann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest að félagið hafi samið við brasilíska miðvallarleikmanninn Lucas Piazon sem leikur með Sao Paolo í heimalandinu.

Chelsea hefur gert tímabundin samning við Piazon en félagið má ekki gera langtímasamning við kappann fyrr en að hann nær átján ára aldri.

Hann mun því ganga formlega til liðs við félagið í janúar á næsta ári en enskir fjölmiðlar segja að Chelsea þurfi að greiða um 5,3 milljónir punda fyrir Piazon.

Piazon hefur slegið í gegn með U-17 landsliði Brasilíu og var einnig sterklega orðaður við Juventus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×