Fleiri fréttir

Willum: Andinn og hugarfarið til staðar

„Þetta var fjörugur leikur og sóknarleikurinn í hávegum hafður,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans lið tapaði 5-3 í Kaplakrikanum.

Chelsea pakkaði Blackpool saman

Ótrúlegt gengi Chelsea í ensku úrvalsdeildinni hélt áfram í dag. Að þessu sinni var spútniklið Blackpool leitt til slátrunar á Stamford Bridge.

Man. City lagði Wigan

Man. City vann góðan útisigur á Wigan, 0-2, í dag. City var nokkuð lengi í gang en kláraði síðan leikinn sannfærandi.

Katrín: Þetta er alltaf jafn gaman

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, lyfti Íslandsmeistarabikarnum í dag eftir, 7-1, sigur Valsstúlkna gegn Grindavík. Hún segist aldrei verða þreytt á því að fagna titlinum.

Ferguson: Liverpool bauð ekki upp á neitt

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, viðurkenndi eftir dramatískan sigur United á Liverpool í dag að hann hefði óttast að sitt lið myndi ekki fá neitt úr leiknum.

Valur lyfti bikarnum eftir stórsigur

Valsstúlkur tóku í dag við Íslandsbikarnum fyrir sigur í Pepsi-deild kvenna. Valur lagði þá Grindavík, 7-1, en var reyndar orðið meistari fyrir leikinn.

Umfjöllun: Bikarinn í augsýn hjá Blikum

Breiðablik stefnir hraðbyri að sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í maeistaraflokki karla. Breiðablik steig stórt skref í átt að titlinum í kvöld er liðið vann Selfoss, 3-0.

Umfjöllun: Leikur tveggja hálfleika hjá Val og Fram

Reykjavíkurliðin Valur og Fram leiddu saman hesta sína í 21. umferð Pepsídeildar karla nú síðdegis í dag. Fram hafði 3-1 sigur á grönnum sínum í Val og tryggðu sér þar með 5. sætið. Valsmenn sitja hinsvegar í 6. sæti með 28 stig fjórum stigum á eftir Fram .

ÍBV vann en Tryggvi í bann

ÍBV verður án Tryggva Guðmundssonar í lokaumferð Pepsi-deildarinnar eftir að hann fékk gult spjald í leiknum gegn Stjörnunni í dag. ÍBV vann leikinn 2-1.

Umfjöllun: Haukar fallnir niður í fyrstu deild

Fylkismenn sendu Hauka niður í fyrstu deildina í dag er liðin mættust í næst síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Andrés Már fór mikinn í liði heimamanna með tvö mörk og Ingimundur Níels var einnig á markaskónum í 3-0 sigri Fylkis.

Umfjöllun: Nauðsynlegur sigur FH í markasúpu

Enn er von hjá FH-ingum eftir að þeir unnu 5-3 sigur á Keflavík í leik sem fer í flokk með þeim skemmtilegri þetta sumarið. Leikurinn verður þó ekki notaður í kennslu í varnarleik í framtíðinni.

Umfjöllun: Grindvíkingar stálu stigi gegn KR

Grindavík og KR skildu jöfn 3-3 í frábærum leik í kvöld í 21.umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Baldur Sigurðsson skoraði þrennu í leiknum en það dugði ekki til sigurs.

Úr fangelsinu til Coventry

Vandræðagemsinn Marlon King losnaði úr fangelsi í júlí eftir að hafa setið inni fyrir að áreita konu kynferðislega og nefbrjóta hana. King er nú á leið til Coventry og hittir þar íslenska landsliðsmanninn Aron Einar Gunnarsson sem spilar með félaginu.

Ferguson vill meira frá framherjum sínum

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur skorað á framherjana sína að vera miklu grimmari fyrir framan mark andstæðingana. Ef þeir væru það þá myndi United ekki tapa niður unnum leikjum.

Real Madrid marði sigur á Sociedad

Real Madrid sýndi ekki á sér sparihliðarnar í kvöld er það sótti Real Sociedad heima. Þrátt fyrir það náði liðið að hala inn sigri sem var þó afar tæpur.

Lélegt gengi Liverpool var Benitez að kenna

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að dapurt gengi Liverpool undanfarin ár sé fyrrum stjóra félagsins, Rafa Benitez, að kenna en ekki eigendum félagsins.

Glæsimark Gylfa - myndband

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson opnaði í dag markareikning sinn hjá þýska félaginu Hoffenheim. Hann skoraði þá síðara mark liðsins í 2-2 jafntefli gegn Kaiserslautern.

Ranieri: Við Totti erum enn vinir

Roma-liði var mikið gagnrýnt eftir leik liðsins gegn FC Bayern í Meistaradeildinni í vikunni. Claudio Ranieri, þjálfari liðsins, hefur nú loksins svarað þeirri gagnrýni.

Heiðar og félagar á toppnum

Heiðar Helguson var í byrjunarliði QPR og lék í 73 mínútur er QPR skellti Leicester á útivelli, 0-2. Heiðar náði ekki að skora að þessu sinni.

Enski boltinn: Úrslit dagsins

Tottenham komst í hann krappann gegn Úlfunum í dag en náði að vinna sterkan 3-1 sigur í leik þar sem Wolves var lengi líklegri aðilinn.

McLeish framlengir við Birmingham

Alex McLeish, stjóri Birmingham, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem mun halda honum þar til ársins 2013.

Sjá næstu 50 fréttir