Enski boltinn

Úr fangelsinu til Coventry

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
King á leið í fangelsið.
King á leið í fangelsið.
Vandræðagemsinn Marlon King losnaði úr fangelsi í júlí eftir að hafa setið inni fyrir að áreita konu kynferðislega og nefbrjóta hana. King er nú á leið til Coventry og hittir þar íslenska landsliðsmanninn Aron Einar Gunnarsson sem spilar með félaginu.

Marlon King hefur verið án félags frá því að hann var dæmdur í fangelsi á síðasta ári en hann var leikmaður Wigan þegar að málið kom upp.

„Marlon mun skrifa undir hjá okkur á mánudag ef allt gengur upp," sagði Aidy Boothroyd, stjóri Coventry, um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×