Umfjöllun: Grindvíkingar stálu stigi gegn KR Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2010 13:19 Grindavík og KR skildu jöfn 3-3 í frábærum leik í kvöld í 21.umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Baldur Sigurðsson skoraði þrennu í leiknum en það dugði ekki til sigurs. Fyrir leiki kvöldsins voru Grindvíkingar í tíunda sæti með 20 stig en KR-ingar í því fjórða með 34 stig. KR-ingar gátu tryggt sér Evrópusæti með sigri og Grindvíkingar myndu endanlega bjarga sér frá falli ef þeir náðu í öll stigin hér í kvöld. Liðin þurftu bæði að lúta í gras í síðustu umferð og voru staðráðin í því að selja sig dýrt í kvöld. Leikurinn hófst með miklum látum og það var strax ljóst á fyrstu mínútum leiksins að KR-ingar ætluðu að selja sitt dýrt. Fyrsta mark leiksins kom eftir tíu mínútna leik en þá náðu KR-ingar að skora. Óskar Örn Hauksson komst í gegn um vörn Grindvíkinga, átti skot að marki sem misfórst, en Baldur Sigurðsson náði frákastinu og hamraði boltanum í netið. Aðeins þremur mínútum síðar komust KR-ingar í 2-0 og aftur var á ferðinni Baldur Sigurðsson. Kjartan Henry átti frábært skot í stöngina , boltinn skoppaði út í teiginn og þar var Baldur aftur mættur og renndi boltanum í autt netið. Tvö mjög svo lík mörk hjá Baldri og gestirnir voru með öll tök á vellinum. Það leit allt út fyrir það að KR-ingar ætluðu að valta yfir heimamenn en á 21.mínútu komst Kjartan Henry í gegn og átti skot í innanverða stöngina. Gegn gangi leiksins náðu Grindvíkingar að minnka muninn á 27mínútu. Orri Freyr Hjaltalín fékk boltann inn í vítateig KR-inga, lék á einn varnamann KR og náði fínu skoti að markinu. Mark Rutgers ,leikmaður KR-inga, renndi sér fyrir boltann þar sem hann breytti um stefnu og hafnaði í netinu. Staðan var því 1-2 í hálfleik og búast mátti við góðum síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn var aðeins fimm mínútu gamall þegar heimamenn náðu að jafna metin. Orri Freyr Hjaltalín átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR-inga sem rataði beint á Gilles Mbang Ondo en hann renndi boltanum framhjá Lars Ivar í markinu. Liðin skiptust á að sækja næsta hálftímann en náðu hvorugt að koma boltanum í netið. Það var síðan á 83.mínútu þegar KR-ingar náðu að komast yfir. Baldur Sigurðsson kórónaði frábæran leik með því að skora sitt þriðja mark í leiknum. Kjartan Henry átti frábæra fyrirgjöf sem Baldur skallaði í netið. Allt leit út fyrir að gestirnir myndu ná í öll stigin ,en heimamenn neituðu að gefast upp. Þegar um ein mínúta var komin framyfir venjulegan leiktíma fengu Grindvíkinga umdeilda vítaspyrnu. Boltinn barst inn í vítateig KR þar sem hann virtist fara í höndina á leikmanni KR. Dómari leiksins ,Valgeir Valgeirsson, var í mjög góðri aðstöðu til að sjá brotið en dæmdi ekkert. Það var aðstoðardómarinn sem flaggaði en hann var staddur hinum megin á vellinum. Mjög svo umdeildur dómur og allt sauð uppúr hjá KR-ingum. Gilles Mbang Ondo steig á punktinn og skoraði sitt annað mark í leiknum. Niðurstaðan því 3-3 jafntefli og það er ljóst að Grindvíkingar verða í Pepsi-deildinni á næsta ári. KR-ingar hafa ekki enn tryggt sér Evrópusætið ,en það eru samt sem áður aðeins tölfræðilegar líkur á því að þeir missi af því. Grindavík 3 – 3 KR Baldur Sigurðsson (10.) Baldur Sigurðsson (13.) Orri Freyr Hjaltalín (26.) Gilles Mbang Ondo (50.) Baldur Sigurðsson (83.) Gilles Mbang Ondo, víti (92.) Áhorfendur: 632 Dómari: Valgeir Valgeirsson 6 Skot (á mark): 10 - 16 (5-12) Varin skot: Óskar 8 – 4 Lars Horn: 4 – 8 Aukaspyrnur fengnar: 8 – 9 Rangstöður: 3 - 0 Grindavík (4-4-2): Óskar Pétursson 7 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Ray Anthony Jónsson 4 Guðmundur Andri Bjarnason 5 (85. Hafþór Ægir Vilhjálmsson -) Jóhann Helgason 7 Orri Freyr Hjaltalín 6 (74. Óli Baldur Bjarnason 7) Matthías Örn Friðriksson 5 (70. Alexander Magnússon 6) Grétar Ólafur Hjartarson 5 Gilles Mbang Ondo 8 KR (4-3-3) Lars Ivar Moldsked 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Mark Rutgers 5 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Dofri Snorrason 5 Óskar Örn Hauksson 6 (45. Viktor Bjarki Arnarsson 4 ) Baldur Sigurðsson 8 - maður leiksins Egill Jónsson 7 Bjarni Guðjónsson 6 Gunnar Örn Jónsson 7 Kjartan Henry Finnbogason 7 Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að sjá lýsinguna: Grindavík - KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Grindavík og KR skildu jöfn 3-3 í frábærum leik í kvöld í 21.umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Baldur Sigurðsson skoraði þrennu í leiknum en það dugði ekki til sigurs. Fyrir leiki kvöldsins voru Grindvíkingar í tíunda sæti með 20 stig en KR-ingar í því fjórða með 34 stig. KR-ingar gátu tryggt sér Evrópusæti með sigri og Grindvíkingar myndu endanlega bjarga sér frá falli ef þeir náðu í öll stigin hér í kvöld. Liðin þurftu bæði að lúta í gras í síðustu umferð og voru staðráðin í því að selja sig dýrt í kvöld. Leikurinn hófst með miklum látum og það var strax ljóst á fyrstu mínútum leiksins að KR-ingar ætluðu að selja sitt dýrt. Fyrsta mark leiksins kom eftir tíu mínútna leik en þá náðu KR-ingar að skora. Óskar Örn Hauksson komst í gegn um vörn Grindvíkinga, átti skot að marki sem misfórst, en Baldur Sigurðsson náði frákastinu og hamraði boltanum í netið. Aðeins þremur mínútum síðar komust KR-ingar í 2-0 og aftur var á ferðinni Baldur Sigurðsson. Kjartan Henry átti frábært skot í stöngina , boltinn skoppaði út í teiginn og þar var Baldur aftur mættur og renndi boltanum í autt netið. Tvö mjög svo lík mörk hjá Baldri og gestirnir voru með öll tök á vellinum. Það leit allt út fyrir það að KR-ingar ætluðu að valta yfir heimamenn en á 21.mínútu komst Kjartan Henry í gegn og átti skot í innanverða stöngina. Gegn gangi leiksins náðu Grindvíkingar að minnka muninn á 27mínútu. Orri Freyr Hjaltalín fékk boltann inn í vítateig KR-inga, lék á einn varnamann KR og náði fínu skoti að markinu. Mark Rutgers ,leikmaður KR-inga, renndi sér fyrir boltann þar sem hann breytti um stefnu og hafnaði í netinu. Staðan var því 1-2 í hálfleik og búast mátti við góðum síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn var aðeins fimm mínútu gamall þegar heimamenn náðu að jafna metin. Orri Freyr Hjaltalín átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR-inga sem rataði beint á Gilles Mbang Ondo en hann renndi boltanum framhjá Lars Ivar í markinu. Liðin skiptust á að sækja næsta hálftímann en náðu hvorugt að koma boltanum í netið. Það var síðan á 83.mínútu þegar KR-ingar náðu að komast yfir. Baldur Sigurðsson kórónaði frábæran leik með því að skora sitt þriðja mark í leiknum. Kjartan Henry átti frábæra fyrirgjöf sem Baldur skallaði í netið. Allt leit út fyrir að gestirnir myndu ná í öll stigin ,en heimamenn neituðu að gefast upp. Þegar um ein mínúta var komin framyfir venjulegan leiktíma fengu Grindvíkinga umdeilda vítaspyrnu. Boltinn barst inn í vítateig KR þar sem hann virtist fara í höndina á leikmanni KR. Dómari leiksins ,Valgeir Valgeirsson, var í mjög góðri aðstöðu til að sjá brotið en dæmdi ekkert. Það var aðstoðardómarinn sem flaggaði en hann var staddur hinum megin á vellinum. Mjög svo umdeildur dómur og allt sauð uppúr hjá KR-ingum. Gilles Mbang Ondo steig á punktinn og skoraði sitt annað mark í leiknum. Niðurstaðan því 3-3 jafntefli og það er ljóst að Grindvíkingar verða í Pepsi-deildinni á næsta ári. KR-ingar hafa ekki enn tryggt sér Evrópusætið ,en það eru samt sem áður aðeins tölfræðilegar líkur á því að þeir missi af því. Grindavík 3 – 3 KR Baldur Sigurðsson (10.) Baldur Sigurðsson (13.) Orri Freyr Hjaltalín (26.) Gilles Mbang Ondo (50.) Baldur Sigurðsson (83.) Gilles Mbang Ondo, víti (92.) Áhorfendur: 632 Dómari: Valgeir Valgeirsson 6 Skot (á mark): 10 - 16 (5-12) Varin skot: Óskar 8 – 4 Lars Horn: 4 – 8 Aukaspyrnur fengnar: 8 – 9 Rangstöður: 3 - 0 Grindavík (4-4-2): Óskar Pétursson 7 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Ray Anthony Jónsson 4 Guðmundur Andri Bjarnason 5 (85. Hafþór Ægir Vilhjálmsson -) Jóhann Helgason 7 Orri Freyr Hjaltalín 6 (74. Óli Baldur Bjarnason 7) Matthías Örn Friðriksson 5 (70. Alexander Magnússon 6) Grétar Ólafur Hjartarson 5 Gilles Mbang Ondo 8 KR (4-3-3) Lars Ivar Moldsked 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Mark Rutgers 5 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Dofri Snorrason 5 Óskar Örn Hauksson 6 (45. Viktor Bjarki Arnarsson 4 ) Baldur Sigurðsson 8 - maður leiksins Egill Jónsson 7 Bjarni Guðjónsson 6 Gunnar Örn Jónsson 7 Kjartan Henry Finnbogason 7 Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að sjá lýsinguna: Grindavík - KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti