Umfjöllun: Leikur tveggja hálfleika hjá Val og Fram Ari Erlingsson skrifar 19. september 2010 13:40 Reykjavíkurliðin Valur og Fram leiddu saman hesta sína í 21. umferð Pepsídeildar karla nú síðdegis í dag. Fram hafði 3-1 sigur á grönnum sínum í Val og tryggðu sér þar með 5. sætið. Valsmenn sitja hinsvegar í 6. sæti með 28 stig fjórum stigum á eftir Fram . Það má segja að þetta hafi verið leikur tveggja ólíkra hálfleikja. Valsmenn réðu lögum og lofum fyrstu 45 mínútur leiksins á á meðan Framarar komust hvorki lönd né strönd. Síðari hálfleikur var hinsvegar spegilmynd þess fyrri. Þar voru Framarar allsráðir á meðan Valsmenn virkuðu þróttlitlir og þungir. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á 12 mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörn Framara. Guðmundur hristi af sér varnarmann Framara og skaut rakleitt efst í hægra hornið. Frábær afgreiðsla hjá Guðmundi. Það sem eftir lifði hálfleiksins voru Valsmenn líklegri aðilinn en þeir rauðu létu sér nægja eins marks forystu í hálfleik. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara hefur væntanlega lesið hraustlega yfir hausamótunum á sínum mönnum í leikhléi. Það var í það minnsta allt annað Framlið sem mætti til leiks í síðari hálfleik. Strax eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik voru Framarar komnir yfir. Á 51 mínútu skoraði Joseph Tillen með skoti úr teignum. Aðeins 3 mínutum síðar skoraði svo Almarr Ormarsson eftir ótrúlegan sprett frá Sam Tillen. Bakvörðurinn Tillen óð upp allan vinstri kantinn og komst upp að endamörkum, sendi fyrir þar sem Almarr Ormarsson mætti á fjærstöng og setti boltann í opið markið. Glæsilega að verki staðið hjá þeim Tillen og Almarri. Framarar skyndilega komnir í forystu og þeir héldu henni það sem eftir lifði leiks án þess að Valsmenn hafi gert alvöru atlögur að marki Fram. Dað Guðmundsson gerði svo endanlega út um leikinn á 87 mínútu er hann skoraði með skoti úr teig eftir sendingu varamannsins Guðmundar Magnússonar. Góður sigur hjá Fram. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik gíruðu þeir sig upp í þann síðari og uppskáru sigur. Valsmenn hinsvegar geta nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki fylgt eftir góðum fyrri hálfleik. Valur – Fram 1-3 1-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 12 mín 1-1 Joseph Tillen 51 mín 1-2 Almarr Ormarsson 54 mín 1-3 Daði Guðmundsson 87 mín Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 6 Skot (á mark): 8-10 (4-6) Varin skot: Kjartan: 3 – Hannes: 3 Horn: 5-6 Aukaspyrnur fengnar: 9-12 Rangstöður: 1-3 Valur(4-5-1)Kjartan Sturluson 6 Stefán Jóhann Eggertsson 6 (Sigurbjörn Hreiðarsson 46 min) 4 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Greg Ross 6 Martin Meldgaard Pedersen 7 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 (Þórir Guðjónsson 72 mín) Rúnar Már Sigurjónsson 5 Haukur Páll Sigurðsson 7 Ian David Jeffs 7 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 7 (Matthías Guðmundsson 82 mín) Jón Vilhelm Ákason 5 Fram(4-4-2) Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 5 Kristján Hauksson 6 Hlynur Atli Magnússon 6 Sam Tillen 8 Halldór Hermann Jónsson 7 Daði Guðmundsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 6Joe Tillen 8 maður leiksins* (Alexander Veigar Þórarinsson 90 mín) Almarr Ormarsson 7 (Guðmundir Magnússon 76 mín) Tómas Leifsson 5 (Kristinn Ingi Halldórsson 76 mín) Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að sjá lýsinguna: Valur - Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Reykjavíkurliðin Valur og Fram leiddu saman hesta sína í 21. umferð Pepsídeildar karla nú síðdegis í dag. Fram hafði 3-1 sigur á grönnum sínum í Val og tryggðu sér þar með 5. sætið. Valsmenn sitja hinsvegar í 6. sæti með 28 stig fjórum stigum á eftir Fram . Það má segja að þetta hafi verið leikur tveggja ólíkra hálfleikja. Valsmenn réðu lögum og lofum fyrstu 45 mínútur leiksins á á meðan Framarar komust hvorki lönd né strönd. Síðari hálfleikur var hinsvegar spegilmynd þess fyrri. Þar voru Framarar allsráðir á meðan Valsmenn virkuðu þróttlitlir og þungir. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á 12 mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörn Framara. Guðmundur hristi af sér varnarmann Framara og skaut rakleitt efst í hægra hornið. Frábær afgreiðsla hjá Guðmundi. Það sem eftir lifði hálfleiksins voru Valsmenn líklegri aðilinn en þeir rauðu létu sér nægja eins marks forystu í hálfleik. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara hefur væntanlega lesið hraustlega yfir hausamótunum á sínum mönnum í leikhléi. Það var í það minnsta allt annað Framlið sem mætti til leiks í síðari hálfleik. Strax eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik voru Framarar komnir yfir. Á 51 mínútu skoraði Joseph Tillen með skoti úr teignum. Aðeins 3 mínutum síðar skoraði svo Almarr Ormarsson eftir ótrúlegan sprett frá Sam Tillen. Bakvörðurinn Tillen óð upp allan vinstri kantinn og komst upp að endamörkum, sendi fyrir þar sem Almarr Ormarsson mætti á fjærstöng og setti boltann í opið markið. Glæsilega að verki staðið hjá þeim Tillen og Almarri. Framarar skyndilega komnir í forystu og þeir héldu henni það sem eftir lifði leiks án þess að Valsmenn hafi gert alvöru atlögur að marki Fram. Dað Guðmundsson gerði svo endanlega út um leikinn á 87 mínútu er hann skoraði með skoti úr teig eftir sendingu varamannsins Guðmundar Magnússonar. Góður sigur hjá Fram. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik gíruðu þeir sig upp í þann síðari og uppskáru sigur. Valsmenn hinsvegar geta nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki fylgt eftir góðum fyrri hálfleik. Valur – Fram 1-3 1-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 12 mín 1-1 Joseph Tillen 51 mín 1-2 Almarr Ormarsson 54 mín 1-3 Daði Guðmundsson 87 mín Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 6 Skot (á mark): 8-10 (4-6) Varin skot: Kjartan: 3 – Hannes: 3 Horn: 5-6 Aukaspyrnur fengnar: 9-12 Rangstöður: 1-3 Valur(4-5-1)Kjartan Sturluson 6 Stefán Jóhann Eggertsson 6 (Sigurbjörn Hreiðarsson 46 min) 4 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Greg Ross 6 Martin Meldgaard Pedersen 7 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 (Þórir Guðjónsson 72 mín) Rúnar Már Sigurjónsson 5 Haukur Páll Sigurðsson 7 Ian David Jeffs 7 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 7 (Matthías Guðmundsson 82 mín) Jón Vilhelm Ákason 5 Fram(4-4-2) Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 5 Kristján Hauksson 6 Hlynur Atli Magnússon 6 Sam Tillen 8 Halldór Hermann Jónsson 7 Daði Guðmundsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 6Joe Tillen 8 maður leiksins* (Alexander Veigar Þórarinsson 90 mín) Almarr Ormarsson 7 (Guðmundir Magnússon 76 mín) Tómas Leifsson 5 (Kristinn Ingi Halldórsson 76 mín) Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að sjá lýsinguna: Valur - Fram
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira