Umfjöllun: Leikur tveggja hálfleika hjá Val og Fram Ari Erlingsson skrifar 19. september 2010 13:40 Reykjavíkurliðin Valur og Fram leiddu saman hesta sína í 21. umferð Pepsídeildar karla nú síðdegis í dag. Fram hafði 3-1 sigur á grönnum sínum í Val og tryggðu sér þar með 5. sætið. Valsmenn sitja hinsvegar í 6. sæti með 28 stig fjórum stigum á eftir Fram . Það má segja að þetta hafi verið leikur tveggja ólíkra hálfleikja. Valsmenn réðu lögum og lofum fyrstu 45 mínútur leiksins á á meðan Framarar komust hvorki lönd né strönd. Síðari hálfleikur var hinsvegar spegilmynd þess fyrri. Þar voru Framarar allsráðir á meðan Valsmenn virkuðu þróttlitlir og þungir. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á 12 mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörn Framara. Guðmundur hristi af sér varnarmann Framara og skaut rakleitt efst í hægra hornið. Frábær afgreiðsla hjá Guðmundi. Það sem eftir lifði hálfleiksins voru Valsmenn líklegri aðilinn en þeir rauðu létu sér nægja eins marks forystu í hálfleik. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara hefur væntanlega lesið hraustlega yfir hausamótunum á sínum mönnum í leikhléi. Það var í það minnsta allt annað Framlið sem mætti til leiks í síðari hálfleik. Strax eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik voru Framarar komnir yfir. Á 51 mínútu skoraði Joseph Tillen með skoti úr teignum. Aðeins 3 mínutum síðar skoraði svo Almarr Ormarsson eftir ótrúlegan sprett frá Sam Tillen. Bakvörðurinn Tillen óð upp allan vinstri kantinn og komst upp að endamörkum, sendi fyrir þar sem Almarr Ormarsson mætti á fjærstöng og setti boltann í opið markið. Glæsilega að verki staðið hjá þeim Tillen og Almarri. Framarar skyndilega komnir í forystu og þeir héldu henni það sem eftir lifði leiks án þess að Valsmenn hafi gert alvöru atlögur að marki Fram. Dað Guðmundsson gerði svo endanlega út um leikinn á 87 mínútu er hann skoraði með skoti úr teig eftir sendingu varamannsins Guðmundar Magnússonar. Góður sigur hjá Fram. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik gíruðu þeir sig upp í þann síðari og uppskáru sigur. Valsmenn hinsvegar geta nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki fylgt eftir góðum fyrri hálfleik. Valur – Fram 1-3 1-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 12 mín 1-1 Joseph Tillen 51 mín 1-2 Almarr Ormarsson 54 mín 1-3 Daði Guðmundsson 87 mín Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 6 Skot (á mark): 8-10 (4-6) Varin skot: Kjartan: 3 – Hannes: 3 Horn: 5-6 Aukaspyrnur fengnar: 9-12 Rangstöður: 1-3 Valur(4-5-1)Kjartan Sturluson 6 Stefán Jóhann Eggertsson 6 (Sigurbjörn Hreiðarsson 46 min) 4 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Greg Ross 6 Martin Meldgaard Pedersen 7 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 (Þórir Guðjónsson 72 mín) Rúnar Már Sigurjónsson 5 Haukur Páll Sigurðsson 7 Ian David Jeffs 7 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 7 (Matthías Guðmundsson 82 mín) Jón Vilhelm Ákason 5 Fram(4-4-2) Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 5 Kristján Hauksson 6 Hlynur Atli Magnússon 6 Sam Tillen 8 Halldór Hermann Jónsson 7 Daði Guðmundsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 6Joe Tillen 8 maður leiksins* (Alexander Veigar Þórarinsson 90 mín) Almarr Ormarsson 7 (Guðmundir Magnússon 76 mín) Tómas Leifsson 5 (Kristinn Ingi Halldórsson 76 mín) Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að sjá lýsinguna: Valur - Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Reykjavíkurliðin Valur og Fram leiddu saman hesta sína í 21. umferð Pepsídeildar karla nú síðdegis í dag. Fram hafði 3-1 sigur á grönnum sínum í Val og tryggðu sér þar með 5. sætið. Valsmenn sitja hinsvegar í 6. sæti með 28 stig fjórum stigum á eftir Fram . Það má segja að þetta hafi verið leikur tveggja ólíkra hálfleikja. Valsmenn réðu lögum og lofum fyrstu 45 mínútur leiksins á á meðan Framarar komust hvorki lönd né strönd. Síðari hálfleikur var hinsvegar spegilmynd þess fyrri. Þar voru Framarar allsráðir á meðan Valsmenn virkuðu þróttlitlir og þungir. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á 12 mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörn Framara. Guðmundur hristi af sér varnarmann Framara og skaut rakleitt efst í hægra hornið. Frábær afgreiðsla hjá Guðmundi. Það sem eftir lifði hálfleiksins voru Valsmenn líklegri aðilinn en þeir rauðu létu sér nægja eins marks forystu í hálfleik. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara hefur væntanlega lesið hraustlega yfir hausamótunum á sínum mönnum í leikhléi. Það var í það minnsta allt annað Framlið sem mætti til leiks í síðari hálfleik. Strax eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik voru Framarar komnir yfir. Á 51 mínútu skoraði Joseph Tillen með skoti úr teignum. Aðeins 3 mínutum síðar skoraði svo Almarr Ormarsson eftir ótrúlegan sprett frá Sam Tillen. Bakvörðurinn Tillen óð upp allan vinstri kantinn og komst upp að endamörkum, sendi fyrir þar sem Almarr Ormarsson mætti á fjærstöng og setti boltann í opið markið. Glæsilega að verki staðið hjá þeim Tillen og Almarri. Framarar skyndilega komnir í forystu og þeir héldu henni það sem eftir lifði leiks án þess að Valsmenn hafi gert alvöru atlögur að marki Fram. Dað Guðmundsson gerði svo endanlega út um leikinn á 87 mínútu er hann skoraði með skoti úr teig eftir sendingu varamannsins Guðmundar Magnússonar. Góður sigur hjá Fram. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik gíruðu þeir sig upp í þann síðari og uppskáru sigur. Valsmenn hinsvegar geta nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki fylgt eftir góðum fyrri hálfleik. Valur – Fram 1-3 1-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 12 mín 1-1 Joseph Tillen 51 mín 1-2 Almarr Ormarsson 54 mín 1-3 Daði Guðmundsson 87 mín Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 6 Skot (á mark): 8-10 (4-6) Varin skot: Kjartan: 3 – Hannes: 3 Horn: 5-6 Aukaspyrnur fengnar: 9-12 Rangstöður: 1-3 Valur(4-5-1)Kjartan Sturluson 6 Stefán Jóhann Eggertsson 6 (Sigurbjörn Hreiðarsson 46 min) 4 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Greg Ross 6 Martin Meldgaard Pedersen 7 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 (Þórir Guðjónsson 72 mín) Rúnar Már Sigurjónsson 5 Haukur Páll Sigurðsson 7 Ian David Jeffs 7 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 7 (Matthías Guðmundsson 82 mín) Jón Vilhelm Ákason 5 Fram(4-4-2) Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 5 Kristján Hauksson 6 Hlynur Atli Magnússon 6 Sam Tillen 8 Halldór Hermann Jónsson 7 Daði Guðmundsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 6Joe Tillen 8 maður leiksins* (Alexander Veigar Þórarinsson 90 mín) Almarr Ormarsson 7 (Guðmundir Magnússon 76 mín) Tómas Leifsson 5 (Kristinn Ingi Halldórsson 76 mín) Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að sjá lýsinguna: Valur - Fram
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti