Enski boltinn

Eiður: Ég á að vera í liðinu þegar ég kemst í form

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Eiður Smári Guðjohnsen segir að hann eigi að vera í byrjunarliði Stoke City þegar hann er kominn í form. Eiður lék sinn fyrsta leik fyrir Stoke í úrvalsdeildinni í dag.

Hann lék þá síðasta korterið en náði ekki að hafa nein áhrif á leikinn.

"Þetta var bara korter þannig að ég vil ekki vera að gera of mikið úr þessum leik. Auðvitað hefði ég viljað komast í takt við leikinn. Við hefðum annars átt að vinna leikinn," sagði Eiður.

"Ég held að allir sjái það að ég er ekki kominn í mitt besta form. Ef ég væri þá myndi ég telja líklegt að ég hefði verið í liðinu. Það var samt fínt að spila fyrsta leikinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×