Íslenski boltinn

ÍBV vann en Tryggvi í bann

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
ÍBV verður án Tryggva Guðmundssonar í lokaumferð Pepsi-deildarinnar eftir að hann fékk gult spjald í leiknum gegn Stjörnunni í dag. ÍBV vann leikinn 2-1.

Denis Sytnik skoraði eina mark fyrri hálfleiks á sextándu mínútu.

Þórarinn Ingi Valdimarsson kom ÍBV í 2-0 en Jóhann Laxdal minnkaði muninn á lokasekúndum fyrri hálfleiks.

ÍBV getur því enn orðið Íslandsmeistari en það þarf að treysta á að Stjarnan hrifsi stig af Blikum í lokaumferðinni.

Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi í kvöld.

Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að sjá lýsinguna:  ÍBV - Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×