Íslenski boltinn

Ingólfur: Erum ekki nógu góðir í fótbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Selfyssingurinn Ingólfur Þórarinsson var þungur á brún eftir tapið í kvöld gegn Breiðablik. Selfoss er þar með formlega fallið úr efstu deild.

"Það er búið að liggja í loftinu ansi lengi að við færum niður enda ekki að spila nógu vel," sagði Ingólfur og bætti við að Selfoss hefði ætlað að halda hreinu í kvöld enda hefði það ekki gerst oft í sumar. Það gerðist aftur á móti ekki þó svo varnarleikur Selfoss hefði lengi vel verið vel skipulagður og þéttur.

"Við ætluðum síðan að gera eitthvað við boltann er við fengum hann en það gekk mjög illa. Þannig hefur það verið í allt sumar, ég held við séum með fæst markskot í deildinni. Við erum síðan fallnir og út af því að við erum ekki nógu góðir að spila fótbolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×