Handbolti

Íslendingar í eldlínunni í þýska handboltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen komst aftur á sigurbraut í dag er liðið lagði Kára Kristján Kristjánsson og félaga í Wetzlar af velli, 27-33.

Kári stóð sig vel og skoraði 4 mörk. Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Löwen en Róbert Gunnarsson komst ekki á blað.

Þórir Ólafsson skoraði síðan 6 mörk, þar af 2 úr vítum, fyrir TuS N Lubbecke er liðið lá gegn Flensburg, 34-25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×