Íslenski boltinn

Umfjöllun: Bikarinn í augsýn hjá Blikum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Blikar urðu ekki meistarar í dag.
Blikar urðu ekki meistarar í dag.

Breiðablik stefnir hraðbyri að sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í meistaraflokki karla. Breiðablik steig stórt skref í átt að titlinum í kvöld er liðið vann Selfoss, 3-0.

Blikar eru því í efsta sæti fyrir lokaumferðina og málið er því einfalt. Vinni Blikar í Garðabænum um næstu helgi eru þeir Íslandsmeistarar.

Það var þolinmæðisverk hjá Blikum að brjóta niður þéttan og vel skipulagðan varnarleik Selfoss. Blikar náðu aðeins einu skoti á markið í fyrri hálfleik en Selfoss fór reyndar ekki yfir miðju.

Blikarnir voru þolinmóðir í síðari hálfleik og það bar árangur eftir klukkutíma leik er Guðmundur skoraði með laglegri hælspyrnu.

Eftir það var aldrei spurning hvernig leikurinn myndi enda. Blikar höfðu öll völd á vellinum og Selfoss ógnaði aðeins einu sinni í leiknum.

Frábær sigur hjá Blikum sem stóðust enn eitt prófið með glans. Lokaprófið er eftir og verður áhugavert að sjá hvernig Blikarnir standa sig þar.

Breiðablik-Selfoss 3-0

1-0 Guðmundur Kristjánsson (59.)

2-0 Elfar Freyr Helgason (73.)

3-0 Alfreð Finnbogason (88.)

Áhorfendur: 2.202

Dómari: Erlendur Eiríksson 7.

Skot (á mark): 13-3 (5-1)

Varin skot: Ingvar 0 - Jóhann 2

Horn: 6-1

Aukaspyrnur fengnar: 14-8

Rangstöður: 2-3

Breiðablik 4-3-3

Ingvar Þór Kale 6

Kristinn Jónsson 6

Kári Ársælsson 6

Elfar Freyr Helgason 7

Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5

(46., Andri Rafn Yeoman 6)

Jökull Elísabetarson 6

Guðmundur Kristjánsson 7 - Maður leiksins

Finnur Orri Margeirsson 7

Haukur Baldvinsson 6

(84., Tómas Óli Garðarsson -)

Kristinn Steindórsson 6

(90., Rannver Sigurjónsson -)

Alfreð Finnbogason 7.

Selfoss 4-5-1

Jóhann Ólafur Sigurðsson 5

Andri Freyr Björnsson 4

Jón Guðbrandsson

(16., Agnar Magnússon 7)

Stefán Guðlaugsson 7

Ingþór Guðmundsson 6

(80., Jean YaoYao -)

Ingólfur Þórarinsson 3

Martin Dohlsten 2

Arilíus Marteinsson 4

Jón Daði Böðvarsson 4

Sævar Þór Gíslason 3

Viktor Unnar Illugason 4

(46., Viðar Kjartansson 5)

 

Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Breiðablik - Selfoss










Fleiri fréttir

Sjá meira


×