Enski boltinn

Scholes: Óttinn við að tapa rekur okkur áfram

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Miðjumaðurinn Paul Scholes segir að óttinn við það að tapa muni keyra lið Man. Utd áfram í dag gegn Liverpool.

United hefur ekki enn tapað í vetur en aftur á móti gert jafntefli í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.

"Það er ekki hægt að neita því að þessum liðum líkar illa hvort við annað. Bæði lið leggja allt í sölurnar til þess að vinna þessa leiki og það mun aldrei breytast. Maður óttast sérstaklega að tapa gegn Liverpool og sá ótti keyrir mann áfram," sagði Scholes sem er farinn að gefa óvenju mörg viðtöl í ár.

"Þetta er mikilvægur leikur og sérstaklega eftir jafnteflin okkar gegn Fulham og Everton. Við verðum að ná í þrjú stig í dag og koma okkur á beinu brautina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×