Enski boltinn

McAllister ráðinn aðstoðarmaður Houllier hjá Villa

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Gary McAllister.
Gary McAllister.
Gary McAllister hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Gerard Houllier hjá Aston Villa. Þetta var tilkynnt er Aston Villa mætti Bolton um helgina en McAllister var á meðal áhorfenda á leiknum.

McAllister þekkir ágætlega til í þjálfarastöðunni en hann hefur áður stýrt Coventry og Leeds. Hann kemur til Aston Villa frá Middlesbrough þar sem hann var í þjálfaraliði liðsins.

McAllister og Houllier þekkjast vel og hafa unnið saman áður en sá síðarnefndi keypti hann til Liverpool á sínum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×