Enski boltinn

Hodgson: Mun reyna á vinskap minn við Ferguson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segir að það muni virkilega reyna á vinskap hans og Sir Alex Ferguson fyrst hann sé tekinn við liði Liverpool.

Hodgson og Ferguson hafa verið fínir félagar til margra ára en Ferguson hefur ekki linnt vel við fyrrum stjóra Liverpool.

"Ég lít á Ferguson sem vin minn. Þið verðið að spyrja hann hvort hann líti á mig sem vin," sagði Hodgson sem hringdi í Ferguson er hann tók við Liverpool-liðinu.

"Ég sagði við hann á léttu nótunum hvort við gætum ekki lengur talað saman núna. Hann lagði ekki á en kom með skemmtilega athugasemd. Vinskapur okkar hefur ekkert breyst hingað til síðan ég tók við Liverpool."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×